Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Qupperneq 335
Lög um Háskóla íslands
333
og er þeim þá rétt að senda fulltrúa, einn
eða fleiri, á fundinn. Hafi slíkir fulltrúar
málfrelsi á fundinum, en atkvæðisrétt eiga
þeir ekki.
Háskólaráð er ekki ályktunarfært, nema
tveir þriðju hlutar atkvæðisbærra háskóla-
ráðsmanna sæki fund hið fæsta. Afl at-
kvæða ræður úrslitum mála. Ef atkvæði eru
jöfn, sker atkvæði rektors úr eða þess, er
gegnir forsetastörfum.
6. gr.
Rektor eða háskólaráð geta boðað til al-
menns kennarafundar til umræðna um ein-
stök málefni háskólans eða stofnana hans.
Nú æskir einn þriðji hluti prófessora,
dósenta og lektora fundar, og er rektor þá
skylt að boða til hans. Allir kennarar há-
skólans eiga rétt á að sækja almenna kenn-
arafundi og njóta atkvæðisréttar þar. Á-
lyktanir kennarafunda eru ekki bindandi
fyrir háskólaráð.
7. gr.
Forseti Islands skipar háskólaritara [og
kennslustjóra],1) að fengnum tillögum há-
skólaráðs. Menntamálaráðherra skipar ann-
að starfslið, eftir því sem fé er veitt til og
að fengnum tillögum háskólaráðs, en starfs-
lið við stjórnun deilda ræður háskólaritari,
eftir því sem fjárveitingar leyfa.
Háskólaráð skipar umsjónarmann með
byggingum háskólans og innanstokksmun-
um.
Um starfslið háskólabókasafns segir í 3'ó.
gr. laga þessara, en um starfslið annarra
stofnana háskólans og fyrirtækja fer eftir
því, sem segir í lögum eða samþykktum
þeirra.
8. gr.
[Heimilt er að kveða nánar á í reglugerð
um starfssvið og starfshætti háskólaráðs,
rektors, háskólaritara og kennslustjóra. Há-
skólaráð setur öðru starfsliði skrifstofu er-
indisbréf.]1)
III. KAFLI
Háskólakennarar og háskóladeildir
9. gr.
[I Háskóla Islands eru þessar deildir: guð-
fræðideild, læknadeild, lagadeild, heim-
spekideild, verkfræði- og raunvísindadeild,
tannlæknadeild og félagsvísindadeild.] 2)
Við háskólann starfa rannsóknarstofnan-
ir samkvæmt ákvörðun háskóladeilda og
háskólaráðs og með samþykki menntamála-
ráðherra, og skulu þær að jafnaði heyra
undir háskóladeild. í reglugerð eða sam-
þykktum má m.a. kveða á um starfssvið
stofnunar, stjórn hennar og tengsl við há-
skóladeild og háskólaráð.
[Heimilt er að stofna til námsbrauta,
sem veiti sérhæfða menntun, er leiði til
háskólaprófs, þegar svo stendur á, að nám-
inu verður ekki komið fyrir innan háskóla-
deilda. Háskólaráð kveður á um stofnun
slíkra námsbrauta með samþykki mennta-
málaráðherra, að fengnum tillögum um
námsskipan og stjórn. Nánari ákvæði um
námsbraut skulu sett í reglugerð háskól-
ans.]1)
10. gr.
[Kennarar háskólans eru prófessorar,
dósentar, lektorar, aðjúnktar, stundakenn-
arar og erlendir sendikennarar.
1) 1. nr. 3, 17. febr. 1975.
2) 1. nr. 45, 25. maí 1976.