Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Blaðsíða 336
Lög um Háskóia ísiands
334
Prófessorar, dósentar og lektorar skulu
vera þeir, sem hafa kennslu og rannsóknir
við háskólann að aðalstarfi.
Nú hefur háskólinn ekki tök á að koma
upp rannsóknaaðstöðu í tiltekinni kennslu-
grein, og má þá samkvæmt tillögu háskóla-
ráðs og viðkomandi háskóladeildar tengja
slíka kennarastöðu tiltekinni stöðu eða
starfsaðstöðu við opinbera stofnun utan há-
skólans, enda sé slík tilhögun heimiluð í
reglum stofnunarinnar eða samþykkt af
stjórn hennar. Um veitingu slíkrar kenn-
arastöðu fer eftir lögum og reglugerð fyrir
háskólann. Veiting slíkrar stöðu má vera
tímabundin, og skal staðan þá veitt til allt
að fimm ára í senn. Við stöðuveitingu skal
starfsheiti ákveðið og kveðið á um starfs-
skyldur, eftir því sem tilefni er til. Þess
skal jafnan gætt, að starfsaðstaða og starfs-
skyldur fullnægi þeim kröfum, sem gera
verður samkvæmt háskólalögum að fylgi
slíkri stöðu. Nánari ákvæði um fyrirkomu-
lag þeirra stöðuveitinga, sem hér um ræðir,
má setja í reglugerð, eftir því sem nauð-
synlegt þykir. Heimild þessarar málsgrein-
ar nær ekki til prófessorsembætta, sbr. þó
38. gr.
Heimilt er, með samþykki háskólaráðs
að tillögu háskóladeildar, að skipa dósent
eða lektor tímabundinni skipun til allt að
fimm ára í senn. Um tilhögun slíkrar
skipunar skal setja ákvæði í reglugerð.
I reglugerð skal setja meginreglur um
starfsskyldur prófessora, dósenta og lektora.
Háskólaráð leysir úr því, hvernig starfs-
skylda einstakra háskólakennara skuli skipt-
ast, sbr. nánar 1. mgr. 18. gr.
Aðjúnktar eru ráðnir til tveggja ára hið
skemmsta og taka þeir mánaðar- eða árs-
laun. Stundakennarar svo og styrkþegar eru
ráðnir til skemmri tíma og taka stunda-
kennslulaun, mánaðar- eða árslaun. í hvert
skipti, er nýr kennari ræðst að háskólanum,
skal afmarka stöðu hans með starfsheiti.
I reglugerð skal mælt fyrir um starfsheiti
fastráðinna starfsmanna háskólastofnana.
Dósentar og lektorar, sem nú starfa við
háskólann og skipaðir voru fyrir gildistöku
laga nr. 22/1969, halda starfsheitum sín-
um.]1)
11. gr.
Forseti Islands skipar prófessora, en mennta-
málaráðherra dósenta og lektora. Eftir því
sem fé er veitt til á fjárlögum, ræður há-
skólaráð aðjúnkta og erlenda sendikennara,
að fengnum tillögum háskóladeildar, en
háskóladeild stundakennara og styrkþega.
Umsækjendur um prófessorsembætti og
dósentsstörf skulu láta fylgja umsókn sinni
rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er
þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir,
svo og námsferil sinn og störf.
Skipa skal hverju sinni þriggja manna
nefnd til þess að dæma um hæfi umsækj-
enda til að gegna embættinu eða starfinu.
Háskólaráð skipar einn nefndarmann,
menntamálaráðherra annan, en deild su,
sem hann á að starfa við, hinn þriðja, og
er hann formaður. í nefnd þessa má skipa
þá eina, er lokið hafa háskólaprófi í hlut-
aðeigandi grein, eða eru að öðru leyti við-
urkenndir sérfræðingar á því sviði.
Dómnefnd skal láta uppi rökstutt álit urn
það, hvort af vísindagildi rita umsækjanda
og rannsókna, svo og námsferli hans og
störfum, megi ráða, að hann sé hæfur til
að gegna embættinu. Álitsgerð nefndar skal
höfð til hliðsjónar, er embættið er veitt,
og má engum manni veita prófessorsem-
1) 1. nr. 67, 29- maí 1972.