Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Síða 338
Lög um Háskóla íslands
336
það málefni, en atkvæðisrétt eiga þeir ekki.
Heimilt er að ákveða í reglugerð, að
deild sé skipt í skorir (sektionir) eftir
kennslugreinum, og fjalli hver skor um
málefni kennslugreinar eftir því, sem nánar
segi í reglugerð. [Tala stúdenta í stjórn
skorar skal ekki vera lægri en tveir.]1)
Heimilt er að setja ákvæði í reglugerð
um stjórnarnefnd í háskóladeild (deildar-
ráð), og skal þá m.a. kveða á um fjölda
nefndarmanna, starfssvið og starfshætti.
[Tala stúdenta í deildarráði skal þó ekki
vera lægri en tveir.]1
Rektor er heimilt að taka þátt i meðferð
mála í öllum deildum, en atkvæðisrétt á
hann þó aðeins í sinni deild.
15. gr.
Deildarforseta er skylt að boða til deildar-
fundar, ef rektor eða þriðjungur deildar-
manna, sem rétt eiga á fundarsetu, æskja
fundar.
Deildarfundur er ályktunarfær, ef fund
sækja eigi færri en helmingur atkvæðis-
bærra manna. Nú eru atkvæði jöfn, og
ræður þá atkvæði deildarforseta, eða þess,
er gegnir forsetastörfum.
16. gr.
Hver deild semur lestrar- og kennsluáætlun
fyrir sig, og skal þar gerð grein fyrir náms-
efni, kennsiuháttum og prófkröfum.
IV. KAFLI
Kennsla og nemendur
17. gr.
Kennsluár háskólans skiptist í tvö kennslu-
misseri, haustmisseri frá 15. sept. til 31.
jan. og vormisseri frá 1. febrúar til 15.
júní. Háskólaráð getur ákveðið aðra miss-
eraskiptingu með samþykki menntamálaráð-
herra fyrir tilteknar greinar eða deildir.
Leyfi og önnur kennsluhlé skulu ákveðin í
reglugerð. Heimilt er samkvæmt ákvörðun
háskólaráðs að halda próf utan kennslu-
ársins, þegar sérstaklega stendur á.
18. gr.
[Háskólaráð ákveður, að fenginni umsögn
háskóladeildar, hvernig starfsskylda ein-
stakra háskólakennara skuli skiptast milli
kennslu og annarra starfsþátta. Nú unir
kennari ekki úrlausn háskólaráðs, og má
hann þá skjóta úrlausninni til menntamála-
ráðherra, sem leysir til fullnaðar úr þessu
efni.] 2)
Rektor á rétt á að vera leystur undan
kennsluskyldu að nokkru eða öllu. Ef því
er að skipta, ákveður rektor með samþykki
menntamálaráðherra, hversu ráðstafa skuli
kennslunni.
19. gr.
Rektor getur veitt kennurum lausn í bili
undan kennsluskyldu, allt að þremur vik-
um. Endranær er menntamálaráðherra
heimilt, með samþykki háskólaráðs, að veita
kennara lausn undan kennsluskyldu um
takmarkaðan tíma. Kennari sá, er lausn
hefur frá kennsluskyldu, ákveður kennara í
sinn stað, einn eða fleiri, með samþykki
háskóladeildar og menntamálaráðherra.
Menntamálaráðherra ákveður launakjör
staðgengils hverju sinni og hvort kennari
sá, sem víkur í bili, skuli greiða laun hans
að nokkru eða öllu. Staðgengill tekur sæti
þess, sem víkur, á deildarfundum og hefur
1) 1. nr. 45, 25. maí 1976.
2) 1. nr. 67, 29. maí 1972.