Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1976, Page 343
Lög um Háskóla íslands
341
1956, eftir því sem nánar verður fyrir mælt
af menntamálaráðuneytinu, að fenginni um-
sögn háskólaráðs. Hann flytur fyrirlestra
við háskólann og hefur þar á hendi kennslu
samkv. því, er háskólaráð ákveður, sbr. 18.
gr. Prófessorinn á sæti í lagadeild. Ákvæði
13. gr. laga nr. 38, 14. apríl 1954, um
aldurshámark starfsmanna ríkisins, eiga við
embætti þetta.
38. gr.
[Prófessorar, dósentar og lektorar í tiltekn-
um kennslugreinum geta jafnframt haft
starfsaðstöðu við opinberar stofnanir utan
háskólans, ef háskólinn hefur ekki tök á
að koma upp slíkri aðstöðu í viðkomandi
fræðigrein. Þess skal jafnan gætt, að starfs-
aðstaða og starfsskyldur fullnægi þeim
kröfum, sem gerðar eru um slíkar stöður
skv. háskólalögum. Heimild til slíkra starfa
má aðeins veita með samþykki háskólaráðs
og viðkomandi háskóladeildar í hverju ein-
stöku tilviki.]1)
Prófessorarnir í lyflæknisfræði og hand-
læknisfræði veita forstjórn lyflæknis- og
handlæknisdeildum Landspítalans, prófess-
orinn í geðlæknisfræði skal vera forstöðu-
maður geðveikrahælisins á Kleppi, unz
komið hefur verið á fót fleiri sjúkradeildum
fyrir geðveika, og prófessorinn í meina-
fræði veitir jafnframt forstöðu rannsóknar-
stofu í meinafræði. Prófessorinn í heil-
brigðisfræði skal auk kennslunnar í þeirri
grein annast heilbrigðislegar rannsóknir
fyrir heilbrigðisstjórnina, þar á meðal
manneldisrannsóknir í samráði við mann-
eldisráð. Prófessorinn í lyfjafræði hefur
umsjón með kennslu í lyfjafræði lyfsala.
Prófessorinn í fæðingarhjálp og kvensjúk-
dómum veitir forstjórn fæðingardeild Land-
spítalans, og prófessorinn í röntgenfræði
veitir forstjórn röntgendeild Landspítalans.
Prófessorinn í uppeldisfræðum skal
skipuleggja kennsluæfingar nemenda í upp-
eldisfræðum. Hann skal halda fyrirlestra
fyrir starfandi kennara og efna til nám-
skeiða fyrir þá. Auk þess skal hann annast
rannsóknir í og leiðbeiningarstörf í þágu
uppeldismála landsins, eftir því sem kveðið
verður á í reglugerð.
Prófessorinn í forspjallsvísindum hefur á
hendi kennslu í uppeldisfræðum, eftir því
sem samrýmist störfum hans.
39. gr.
Menntamálaráðherra ákveður tölu dósenta,
lektora, aukakennara og aðstoðarkennara í
einstökum deildum og greinum, að fengn-
um tillögum háskólaráðs.
IX. KAFLI
Kennsla í lyfjafræði lyfsala
40. gr.
Við læknadeild skal stofna til kennslu í
lyfjafræði lyfsala (pharmacia), og skal kveða
á um námstilhögun í reglugerð.
[X. KAFLI]1)
41. gr.
Menntamálaráðherra leitar staðfestingar
forseta Islands á reglugerð fyrir háskólann,
að fengnum tillögum háskólaráðs. í reglu-
gerðinni er heimilt að kveða nánar á um
framkvæmd laga þessara. Reglugerðará-
kvæði þau, sem í gildi eru við gildistöku
laganna, halda gildi sínu, unz ný ákvæði
eru sett.
1) 1. nr. 67, 29. maí 1972.
1) 1. nr. 45, 25. maí 1976.