Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Side 18

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Side 18
16 Árbók Háskóla íslands okkur kennurum og vísindamönnum, sem ætlað er að vera í framvarðarsveit, hverjum á sínu fræðasviði. Vísindin eru ekki lengur stunduð ein- göngu vísindanna vegna, heldur vegna mannsins, til að skapa skilyrði fyrir betra mannlíf. Háskóli Islands leitast stöðugt við að bæta þjónustu við landsmenn. Hann hefur forystuhlutverki að gegna sem krefst aukins frumkvæðis og samvinnu við aðrar menntastofnanir. Er þess að vænta að há- skólinn geti boðið aukna þjónustu og auð- veldað hinum almenna borgara að njóta háskólafyrirlestra. Slíkt má gera með ýms- um hætti, t.d. með fyrirlestrum opnum áhugafólki og með fjarkennslu. Hvaða gildi hefur menntunin? Hún hef- ur margþætt gildi, hún hefur gildi fyrir sam- félagið og væntanlegt framlag einstaklings- ins til þjóðarbúsins, en hún hefur annað og meira gildi: Menntunin hefur ekki aðeins opnað þér fleiri dyr til starfstækifæra, hún hefur lokið upp fyrir þér nýjum heimi þekkingar og skilnings. Ef vel tekst til, lær- ir þú að njóta þekkingarinnar, njóta lista og vísinda, menningararfs liðinna kynslóða, og lærir að leggja fram eigin skerf í sífelldri þekkingaröflun, mótun nýrra hugmynda og sköpun nýrra verka. Með auknum skiln- ingi og þekkingu vex þér víðsýni og um- burðarlyndi, en þær eigindir eru einmitt aðalsmerki hins menntaða manns. Menntun er ekki einkaeign hinna lang- skólagengnu eða háskólamenntuðu. Við þekkjum öll fjölda karla og kvenna sem eru vel menntuð án þess að þau hafi sótt menntun sína í hefðbundna skóla. Þau eru sjálfmenntuð. Þú skalt ekki vanmeta þessa menntun. Það verður þitt hlutskipti að taka frum- kvæðið í öflun frekari menntunar í þeirri símenntun sem framtíðin krefst af þér. Þín bíður harðari skóli þar sem reyna mun á ýmsa aðra eiginleika og aðrar gáfur en námsgáfur. Farnist þér vel í þeim skóla. Lítum aðeins fram á leið, hvað er fram- undan þegar formlegri skólagöngu lýkur og starfið tekur við? Hvaða tækifæri bjóðast og hvernig nýtast tækifærin? I okkar fá- menna landi eru næg verkefni fyrir ungt, dugmikið og vel menntað fólk. Sá sem ræð- ur þig til starfa væntir mikils af þér, hann væntir ekki aðeins þekkingar í þeirri fræði- grein sem þú lagðir stund á, heldur sam- starfsvilja og samviskusemi, áhuga og af- kasta. Þegar háskólamaðurinn selur vinnu sína, hvort sem hann starfar sjálfstætt í eig- in fyrirtæki eða hjá öðrum, þá er þess vænst að hann hafi eiginleika atvinnumannsins. Það táknar ágæti í starfi, trausta og góða þjónustu. Atvinnumaðurinn er góður í sinni grein hvort sem hann er íþróttamað- ur, skáksnillingur, lögfræðingur, verkfræð- ingur eða kennari. Ef þú vilt teljast meðal þeirra bestu á þínu sviði, þá reyndu ávallt að vera það sem þú vilt sýnast í augum annarra. Það skiptir ekki meginmáli á hvaða sviði þið beitið kröftum ykkar. Verkefnin sem bíða eru heillandi. I vísindum eru að opnast nýir heimar og áður óþekkt tækifæri. I heimi tækni og raunvísinda eflast nýjar greinar sem byggjast á framförum í mörg- um fræðigreinum og samstarfi vísinda- manna með mismunandi þjálfun og þekk- ingu. Skilningur á eðli mannsins vex hröðum skrefum. Tækni til að leiðrétta missmíði náttúrunnar og viðgerðir á sködduðum eða sjúkum líffærum skapa áður óþekkt tæki- færi til að bæta heilsufar og vellíðan manna. Þekking á eðli og starfsemi tauga- kerfisins, á lífefnafræði heilans og hvernig hún tengist andlegri og líkamlegri líðan manna skapar tækifæri til að lina þjáningar margra þeirra sem lifa í angist og kvíða. Aukin þekking og skilningur á eðli mannlegs samfélags veitir ný tækifæri til að stefna markvissar að bættri þjóðfélagsskip- an. Tölvutæknin grípur svo víða inn í at- vinnulífið, framleiðslu og þjónustu hvers konar, að undrun sætir. Þið verðið þátttak-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292
Side 293
Side 294
Side 295
Side 296
Side 297
Side 298
Side 299
Side 300
Side 301
Side 302
Side 303
Side 304
Side 305
Side 306
Side 307
Side 308
Side 309
Side 310
Side 311
Side 312
Side 313
Side 314
Side 315
Side 316

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.