Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Síða 18
16
Árbók Háskóla íslands
okkur kennurum og vísindamönnum, sem
ætlað er að vera í framvarðarsveit, hverjum
á sínu fræðasviði.
Vísindin eru ekki lengur stunduð ein-
göngu vísindanna vegna, heldur vegna
mannsins, til að skapa skilyrði fyrir betra
mannlíf. Háskóli Islands leitast stöðugt við
að bæta þjónustu við landsmenn. Hann
hefur forystuhlutverki að gegna sem krefst
aukins frumkvæðis og samvinnu við aðrar
menntastofnanir. Er þess að vænta að há-
skólinn geti boðið aukna þjónustu og auð-
veldað hinum almenna borgara að njóta
háskólafyrirlestra. Slíkt má gera með ýms-
um hætti, t.d. með fyrirlestrum opnum
áhugafólki og með fjarkennslu.
Hvaða gildi hefur menntunin? Hún hef-
ur margþætt gildi, hún hefur gildi fyrir sam-
félagið og væntanlegt framlag einstaklings-
ins til þjóðarbúsins, en hún hefur annað og
meira gildi: Menntunin hefur ekki aðeins
opnað þér fleiri dyr til starfstækifæra, hún
hefur lokið upp fyrir þér nýjum heimi
þekkingar og skilnings. Ef vel tekst til, lær-
ir þú að njóta þekkingarinnar, njóta lista og
vísinda, menningararfs liðinna kynslóða,
og lærir að leggja fram eigin skerf í sífelldri
þekkingaröflun, mótun nýrra hugmynda
og sköpun nýrra verka. Með auknum skiln-
ingi og þekkingu vex þér víðsýni og um-
burðarlyndi, en þær eigindir eru einmitt
aðalsmerki hins menntaða manns.
Menntun er ekki einkaeign hinna lang-
skólagengnu eða háskólamenntuðu. Við
þekkjum öll fjölda karla og kvenna sem eru
vel menntuð án þess að þau hafi sótt
menntun sína í hefðbundna skóla. Þau eru
sjálfmenntuð. Þú skalt ekki vanmeta þessa
menntun.
Það verður þitt hlutskipti að taka frum-
kvæðið í öflun frekari menntunar í þeirri
símenntun sem framtíðin krefst af þér. Þín
bíður harðari skóli þar sem reyna mun á
ýmsa aðra eiginleika og aðrar gáfur en
námsgáfur. Farnist þér vel í þeim skóla.
Lítum aðeins fram á leið, hvað er fram-
undan þegar formlegri skólagöngu lýkur og
starfið tekur við? Hvaða tækifæri bjóðast
og hvernig nýtast tækifærin? I okkar fá-
menna landi eru næg verkefni fyrir ungt,
dugmikið og vel menntað fólk. Sá sem ræð-
ur þig til starfa væntir mikils af þér, hann
væntir ekki aðeins þekkingar í þeirri fræði-
grein sem þú lagðir stund á, heldur sam-
starfsvilja og samviskusemi, áhuga og af-
kasta. Þegar háskólamaðurinn selur vinnu
sína, hvort sem hann starfar sjálfstætt í eig-
in fyrirtæki eða hjá öðrum, þá er þess vænst
að hann hafi eiginleika atvinnumannsins.
Það táknar ágæti í starfi, trausta og góða
þjónustu. Atvinnumaðurinn er góður í
sinni grein hvort sem hann er íþróttamað-
ur, skáksnillingur, lögfræðingur, verkfræð-
ingur eða kennari. Ef þú vilt teljast meðal
þeirra bestu á þínu sviði, þá reyndu ávallt
að vera það sem þú vilt sýnast í augum
annarra.
Það skiptir ekki meginmáli á hvaða sviði
þið beitið kröftum ykkar. Verkefnin sem
bíða eru heillandi. I vísindum eru að opnast
nýir heimar og áður óþekkt tækifæri. I
heimi tækni og raunvísinda eflast nýjar
greinar sem byggjast á framförum í mörg-
um fræðigreinum og samstarfi vísinda-
manna með mismunandi þjálfun og þekk-
ingu.
Skilningur á eðli mannsins vex hröðum
skrefum. Tækni til að leiðrétta missmíði
náttúrunnar og viðgerðir á sködduðum eða
sjúkum líffærum skapa áður óþekkt tæki-
færi til að bæta heilsufar og vellíðan
manna. Þekking á eðli og starfsemi tauga-
kerfisins, á lífefnafræði heilans og hvernig
hún tengist andlegri og líkamlegri líðan
manna skapar tækifæri til að lina þjáningar
margra þeirra sem lifa í angist og kvíða.
Aukin þekking og skilningur á eðli
mannlegs samfélags veitir ný tækifæri til að
stefna markvissar að bættri þjóðfélagsskip-
an. Tölvutæknin grípur svo víða inn í at-
vinnulífið, framleiðslu og þjónustu hvers
konar, að undrun sætir. Þið verðið þátttak-