Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Síða 39
75 ára afmælishátíð Háskóla íslands
37
með tilkomu félagsvísindadeildar svo og
námsbrautar í hjúkrunarfræði og náms-
brautar í sjúkraþjálfun í læknadeild.
Háskólinn tekur tvö meiriháttar vaxtar-
stökk, hið fyrra hefst 1940 þegar stúdenta-
fjöldinn vex úr 227 í 750 um 1955. Síðara
vaxtarstökkið hefst um 1969-70 þegar stúd-
entafjöldinn vex úr 1250 í 45001985. Nem-
endafjöldi hefur þrefaldast á síðustu 15 ár-
um, aukist um 3000 nemendur á þessum
tíma án tilsvarandi aukningar á húsnæði
eða annarri aðstöðu.
Hver er þá staða Háskóla Islands í dag?
Háskóli íslands er þróttmikil stofnun sem
verður virkari og framsæknari með ári
hverju. Háskóli íslands er í raun ekki einn
skóli heldur fjöldi meira og minna sjálf-
stæðra skóla á æðsta menntastigi þjóðar-
innar. í dag eru háskóladeildirnar eða skól-
arnir níu talsins, og eru þessar háskóla-
deildir ólíkar að stærð, uppbyggingu og
viðfangsefnum. Sumar deildirnar skiptast
aftur í smærri einingar sem nefnast skorir
eða námsbrautir eftir faggreinum og sér-
hæfingu.
I háskólanum og stofnunum hans starfa
yfir 300 kennarar og aðrir sérfræðingar.
Hér er fyrir hendi mikil þekking og orka
sem ekki er fullvirkjuð enn vegna aðstöðu-
leysis á mörgum sviðum. Landsmenn hafa
á liðnum árum lagt kapp á að virkja fall-
vötnin og jarðhitann. Á næstu árum verður
áhersla lögð á að virkja hugvit og þekk-
‘ngu, að virkja þá orku sem í okkur býr og
vill fá að brjótast út.
Markmið háskólastarfsins er að veita
menntun og vísindalega þjálfun, að afla
þekkingar og miðla henni, að veita nem-
endum tækifæri til að þroska hæfileika sína
M að njóta menntunar og nýta hana við
ýmis störf. Áherslur breytast óhjákvæmi-
lega á tímum örra breytinga í þjóðfélaginu.
Mennta- og vísindastefna háskólans hlýtur
að taka mið af þörfum þjóðarinnar og að-
stæðum á hverjum tíma.
í menntastefnu háskólans í dag er eink-
um lögð áhersla á þrennt: í fyrsta lagi að
veita víðtæka og góða undirstöðumenntun
í fræðigreininni, að veita þekkingu og þjálf-
un sambærilega við kröfur erlendra há-
skóla. í öðru lagi að efla samstarf við fram-
haldsskóla og skilgreina betur þá undir-
stöðumenntun sem nemendur þurfa að fá í
framhaldsskólum til þess að þeir hafi full
not af háskólakennslunni. í þriðja lagi að
efla endurmenntun og símenntun og um
leið undirstöðumenntun f landinu.
Hraðar breytingar og framfarir í mörg-
um fræðigreinum gera auknar kröfur til há-
skólans, og eitt af erfiðustu vandamálum
allra háskóla er baráttan við stöðnun. Eitt
tæki í þeirri baráttu er reglubundin úttekt
og endurskoðun á námsefni og kennslu-
háttum deilda og námsbrauta. Slík endur-
skoðun á starfsemi deilda er í undirbún-
ingi, starfinu verður stjórnað af Þróunar-
nefnd háskólans undir forystu Þóris
Einarssonar prófessors, og fær nefndin sér-
fræðinga utan og innan háskólans til að
annast úttektina. Niðurstöður slíkrar at-
hugunar munu sýna hvort hver deild upp-
fyllir þær kröfur sem gera verður á hverjum
tíma og, ef ekki, hverra úrbóta er þörf. Ný
þekking og ný tækni þurfa að fá svigrúm og
verður þá annað námsefni að víkja.
Eitt af þeim verkefnum sem mörgum
deildum háskólans reynist örðugt að sinna
er þjálfun í sjálfstæðum vísindalegum
vinnubrögðum. Sú þjálfun fer einkum fram
við nám til meistaraprófs eða doktorsprófs,
en háskólinn býður yfirleitt ekki fram slíkt
nám. Mikilvægt er að efla kennslu til meist-
araprófs og veita stúdentum tækifæri til að
glíma í auknum mæli við íslensk rann-
sóknaverkefni.
Háskólinn hlýtur að leitast við að tryggja
traustan grunn að þeirri menntun sem hann
veitir. Undirstöðuna leggja grunnskólarnir
og framhaldsskólarnir. Er því nauðsyn að
samstilla allt menntakerfið þannig að hvert
stig verði styrkt í starfi sínu og skili nem-