Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1987, Side 41
75 ára afmælishátíð Háskóla fslands
39
menntun sem háskólakennslan og atvinnu-
líf landsmanna byggist á.
í vísindastefnu háskólans er lögð áhersla
á tvennt: í fyrsta lagi er stefnt að aukinni og
markvissari rannsóknastarfsemi, og í öðru
lagi er stefnt að aukinni hagnýtingu þekk-
ingar og rannsóknar.
í þessu efni er nauðsyn að efla Rann-
sóknasjóð háskólans, en í þann sjóð sækja
kennarar og aðrir sérfræðingar háskólans
um styrk til vel skilgreindra verkefna og
gera jafnframt grein fyrir framvindu og nið-
urstöðum rannsókna. Vísindanefnd há-
skólans undir forystu Sveinbjörns Björns-
sonar prófessors annast úthlutun rann-
sóknastyrkja og jafnframt útgáfu Rann-
sóknaskrár háskólans þar sem verkefn-
in eru kynnt stuttlega. Fyrsta skráin er
að koma út um þessar mundir. Markmiðið
er að auka aðhald og aga og jafnframt hag-
kvæmari ráðstöfun takmarkaðra fjármuna.
Aukin áhersla á hagnýtingu þekkingar
og rannsókna er viðleitni til að efla at-
vinnulíf landsmanna. Atvinnulífið þarfnast
nýrra starfskrafta, nýrra hugmynda og að-
stöðu til rannsókna. Háskólinn þarfnast
hins vegar fjárstuðnings og reynslu at-
vinnulífsins. Tengsl háskólans og atvinnu-
lífsins hafa verið töluverð og munu aukast
nteð ýmsum hætti. Háskólinn hefur mennt-
að starfsfólk fyrir atvinnulífið árum saman,
en þessi þáttur hefur ætíð þótt sjálfsagður.
Með aukinni endurmenntunarþörf mun
þessi þjónusta vaxa.
Samstarf háskólans og atvinnulífs á sviði
rannsókna og þróunarstarfa mun aukast,
en þessi samvinna hefur vaxið hröðum
skrefum hin síðari árin. Til að auðvelda
þetta samstarf hefur verið stofnuð Rann-
sóknaþjónusta háskólans undir forystu
Maldimars K. Jónssonar prófessors. Hlut-
verk Rannsóknaþjónustunnar er að efla og
auðvelda rannsóknir í þágu atvinnulífsins.
Markmiðið er að skapa tengsl milli þeirra
sem leita vilja ráða og aðstoðar, annars
vegar, og hinna fjölmörgu sérfræðinga há-
skólans, hins vegar, sem veitt geta um-
beðna aðstoð. Tekjum af slíkum rannsókn-
um verður einkum varið til að efla aðstöðu
til rannsókna og til að styrkja Rannsókna-
sjóðinn. Er nú verið að undirbúa upplýs-
ingarit þar sem kynnt verður hvaða aðstaða
og tækjabúnaður er fyrir hendi svo og
hvaða sérfræðiþjónusta er í boði. Háskól-
inn býður fram þjónustu sína og rannsóknir
í þágu atvinnulífsins, en slíkt má ekki verða
til að torvelda aðra rannsóknastarfsemi.
Undirstöðurannsóknir skapa þann grunn
sem hagnýtar rannsóknir byggja á.
Samskipti háskólans og atvinnulífsins
eru raunar tvíþætt, annars vegar styður há-
skólinn atvinnulífið, hins vegar verður at-
vinnulífið að styðja háskólann. Nú við
þetta tækifæri býður háskólinn fyrirtækjum
og einstaklingum að styðja starfsemi há-
skólans, t.d. með því að veita rannsókna-
styrki. Slíkir styrkir munu verða notaðir
fyrir tímabundnar stöður innlendra eða er-
lendra vísindamanna sem ráðnir verða sem
rannsóknaprófessorar til allt að þriggja
ára. Áformað er að skapa slíkum mönnum
skilyrði til vísindastarfa án kennslu- eða
stjórnunarskyldu. Slíkir rannsóknastyrkir
verða auglýstir og veittir í nafni gefanda,
hvort heldur það er einstaklingur eða fyrir-
tæki. Væntum við jákvæðra undirtekta
framsýnna forystumanna í atvinnulífinu.
Forsenda þess að okkur takist að ná
markmiðum okkar, þ.e. að efla menntun
og rannsóknir, er að starfsaðstaðan verði
viðunandi. En hver eru þá helstu vandamál
háskólans í dag? Vandamálin eru einkum
tvenns konar: húsnæðisskortur og léleg
launakjör. Brýnustu þarfir háskólans eru
meira og betra húsnæði til kennslu og rann-
sókna. Húsnæðið er of lítið, óhentugt og
dreift of víða um bæinn, og torveldar það
mjög kennslu og nám, einnig rannsóknir og
stjórnun. Við erum með hús læknadeildar
og hús verkfræðideildar á ýmsum bygging-