Búnaðarrit - 01.01.1919, Qupperneq 8
2
BÚNAÐARRÍT
Hinsvegar er það tilgangur minn, að skýra frá við-
leitni manna áður fyr og fram að þessu, til að gera
áveitur, og gefa yfirlit yfir það, í stuttu máli, hvar þær
eru helst tíðkaðar nú sem stendur. Jafnframt vildi jeg
um leið nota tækifærið til þess, að minna á nokkur
álitleg áveitusvæði til og frá á landinu, einkum til áveitu
í stærri stíl. Og ioks hafði eg hugsað mjer, að geta um
reynslu einstakra manna, er gert hafa áveitur hjá sjer,
og stundað þær iengri eða skemri tíma.
I. Áveitur til forna.
íslendingar til forna voru búmenn miklir, svo sem
sögur greina. Þeir lögðu meðal annars stund á vatns-
veitingar. Bæði s'ógurnar og lög þeirra tíma bera vott
um það. Fróðir menn og glöggskygnir þykjast einnig sjá
merki þess, að vatni hafi verið veitt á engjalönd all-
víða, og garðar gerðir til þess að hafa hemil á vatninu.
félags Suðuramtsins11 áriu 1874—1876. — Ólafur Ólafsson:
IJm vatnsveitingar, „ísafokl11 VII., 1880, 18—19. — Halldór
Hjálmarsson: Skýrsla um jarðabœtur, „ísafold" VII., 1880, 1.
— Torfi Bjarnason: Um framræslu, „Tímarit Bókmenta-
félagBÍnB11 II., 1881, bls. 201. — Jónas Eiríksson: Um
túna- og engjarækt, „Fróði" II., 1881, 45, 47 og 48. — Tryggvi
Gunnarsson: Um flóðgarða og vatnsvörslugarða, „Fróði“ V.,
1884, 134. tbl. — PállBjarnason: Nokkur orð um uppi-
stöður og seitluveitur, „Fróði“ VI., 1885, 171.—172. tbl. —
Aðalsteinn Halldórsson: Um vatnsveitingar, „Búnaðar-
ritið“ X., 1896, bls. 1—32. — Sigurður Sigurðsson: Um
framræslu á mýrarflóum, „Þjóðólfur11 52. árg., 1900, 8.—9. og
13.—14. — KarlThalbitzer: Áveita á íslandi, „Þjóðólfur“
59. árg., 1907, 30. — JakobH.Líndal: Um vatnsvoit.ingar,
„Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands“, 1909, bls. 21—39. —
Eggert Briom frá Viðey: Um áveitur, „Freyr“ VI., 1909,
bls. 49—55. — MetÚBalem Stefánsson: Vatnið. Framræsla
og vatnsveitingar, „Frumatriði jarðyrkju11, Reykjavík 1913, bls.
168. — Loftur Rögnvaldsson: Vatnsvirki, „Ársrit, Rækt-
unarfélags Norðurlands11, 14.—15. árg., 1917—1918, bls. 79—90„