Búnaðarrit - 01.01.1919, Síða 9
BTjNAÐAKRIT
3
Gerðar voru stiflur í ár og læki, og vatni veitt lengri
og skernri leið út á áveitusvæðin. — Um þetta eru þeir
sammála, bæði sagnfræðingarnir og fornfræðingarnir, svo
og aðrír glöggir menn, er þessu hafa veitt eftirtekt.
í Landnámu (prent. 1891, bls. 107) er þess getið, að
Ljótur hinn spaki á Ingjaldssandi hafi keypt slátur af
Grimi Kögur „til 20 hundraða, ok galt læk, er féll
medal landa þeirra; sá hjet Ósómi. Grímur veitti hon-
um á eDgi sína ok gróf land Ljóts, en hann gaf sök á
þvi, ok var fátt med þeim".
í Eávaröarsögu Ísfirðíngs (prent. 1896) segir:
„Svá er sagt, að þeir Ljótur (Hoímgöngu-Ljótur) á
Rauðasandi ok Þorbjörn (á Eyri) áttu eitt veitiengi bádir
saman; var þat hit mesta gersemi. Var svá skilit, at
sitt sumar skyldu hafa hvorir, enn sá lækur féll fyrir
nedan bæ Ljóts, er hljóp á engit á várit. Váru þar í
stíflur ok vel um búit“ (bls. 45—46). — Engið keypti
síðar Þorbjörn af Ljóti, vegna ójafnaðar Ljóts, og gaf
fyrir það „sextan hundrud þegar í stad, ok skilja at því“.
Um læk þenna, eða einhvern annan, er seinna getið,
og nefndur þar Túnsómi.
í Qrágás eru ýms ákvæði um áveitur. Segir þar
meðal annars:
„Hann á að gera stíflur í engi því, ef hann vill, og
grafa engi sitt til, og veita svo vatni á engið. Hann
skal á sínu landi heíja upp veituna, enda skal þaðan
falla, í hinn forna farveg. Eigi skal hann annara manna
lönd meiða í veitu sinni“ („Grágás" II., bls. 95).
Á öðrum stað er rætt um það, þá er menn veita
vatni á land úr merkjavötnum á engi sín. „Og þyki
þeim mein að, er hálft á vatnið, þá skulu 5 búar (ná-
grannar) skifta vatninu milli þeirra. Ef vatn er svo lítið,
að þeim hlýtir eigi að skifta, þá skal sína vikuna hvor
þeirra hafa“ (bls. 97).
Þar sem nú að lögin frá þessum tíma gera þannig
ráð fyrir áveitum, og ákveða um notkun vatnsins, skift-
l*