Búnaðarrit - 01.01.1919, Side 23
BÚN A.Ð ARRIT
17
Vatnið, sem notað er til áveitu, er bergvatn úr lækj-
um, sem spretta upp undan hrauninu.
Þá eru stórar og góðar áveitur á Efri-Steinsniýri og
Efri-Fljótum í MeöaUandi. Sömuleiðis á Söndum1), og
fleiri bæjum lur í sveitinni.
í Álftaveri voru góðar engjar á sumum jöiðunum
þar, áður en Katla hljóp í haust. Uppistöðu-áveita þar
á einum bæ (Norður-Hjáleigu). — í Shaftártungunni er
áveita á 4 eða 5 bæjum.
Milli Steigarháls og Reynisfjalls í Mýrdal er stór
mýrarfláki, um 2000 hektarar. Neðst er Ós-engið, sem
er flæðiengi. Tvær ár — Deildá og Hvammsá — renna
eftir þessu svæði, og er veitt á landið vatni úr þeim
báðum. Njóta þeirrar áveitu rúmir 30 búendur, þar á
meðal Reynishverfið, Foss-bæirnir, Hvammarnir,
Skammidalur og fleiri jarðir. Töluverður halli er á land-
inu, og er áveitan því mestmegnis seitluáveita. Láta
mun nærri, að þetta áveitusvæði sé um 600—800 hekt,
Vestan Steigarháls — í Dyrhólahreppi —- eru áveitur
á nokkrum jörðum, þar á rneðal í Dyrhólahverfinu,
Litlu-Hólum, Holti og víðar.
Rangárvallasýsla. Undir 'Eyjafjöllum er áveita
á flestum jörðunum meðfram fjöllunum,5 (Fjallabæj-
unum) og nokkuð mörgum niður á láglendinu. Eru
það mest seitluáveitur, því að halli er þar víðast hvar
nokkur á landinu. Áveiturnar eru misjafnar, enda mis-
jafnlega um þær hirt. Einna beztar áveitur eru þar á
Þorvaldseyri, Yzta-Skála, Núpum og Hvammi. Beggja
vegna við Holts-ós eru ágætar engjar, bæði í Holts-
hverfinu, Varmahlíð og Steinum. Er þaðj flæðiengi og
áveita til samans. — Yfir höfuð hagar vel til undir
Fjöllunum með áveitur, og inætti i auka þær mikið.
Landið liggur vel við, og vatnið oftast nægilegt
1) Búust má við, að áveitulandið á^Söndum hafi skemet í
haust í Kötlu-hlaupinu.
2