Búnaðarrit - 01.01.1919, Side 26
20
BÚNAÐAERIT
þessa er áveita í Tungunum á 5—6 jörðum, þar á
meðal á Drumboddsstöðum og Vatnsleysu.
í Lauqardalnum er veitt á í Eyvindartungu og
Hjálmsstöðum, en skamt á veg komið.
í Orímnnesinu er áveita á Mosfelli, Reykjanesi, Sveina-
vatni, Klausturhólum og 6—7 jörðum öðrum. — í
Orafningi er áveita á Úlfljótsvotni, Villingavatni, Króki,
Hlíð o. s. frv.
Gerð hefir verið áveita á Brúsastaða-mýri í Þing-
vallasveit, og vatnið tekið úr öxará.
Miklavatnsmýrar-áveitunnar verður að geta hjer.
Byrjað var á því verki 1912. Voru þá gerðir um 18000
metra langir skurðir, eða 35500 rúmmetrar. Kostaði
það verk, ásamt flóðgátt. í aðfærsluskurðinn og stíflum
16425 kr. Síðan var áveitan endnrbætt 1916, upptökum
aðfærsluskurðarins breytt og skurðum aukið við. Kostaði
það verk yflr 15000 kr.
Vatnið er tekið úr Þjórsá. Stærð áveitulandsins,
samkvæmt mæling Karl’s Thálbitzer frá 1910, eru 2018
hektarar. Áveitunnar njóta rúmir 30 búendur í syðri
hluta Villingaholtshrepps og austurhluta Gaulverjabæjar-
hrepps.
Áveitan mishepnaðist meir og minna fyrstu árin, en
næstliðið sumar, 1918, gafst hún vel.
Annars er fremur iítið um góðar áveitur í Flóanum.
Nokkrir bæir úr Villingaholtshreppnum veita á vatni úr
Skúfsiæk, þar á meðal Villingaholt og fjórir bæir aðrir.
Hróarshoits-hverfið, Meðalholta-hverfið og fáeinar jarðir
aðrar, hafa að undanförnu notað vatn úr Hróarsholts-
læk til áveitu, með því að stífla lækinn á nokkrum
stöðum. Sandvíkur-jarðirnar, Stóra-Háeyri og nokkrar
fleiri jarðir í neðanverðum Flóanum veita á aðrenslis-
vatni úr skurðum í vorleysingum og vatnavöxtum. En
er fram á vorið kemur, og í þurkum, þrýtur vatnið,
og það oft er verst gegnir. Auk þess er þetta vatn Ije-
legt til áveitu.