Búnaðarrit - 01.01.1919, Side 29
BtiNAÐARRIT
23
Áveita er nú á Búðum, Staðarstað og Furubrekku í
Staöarsveit. í Yatnsholti heflr verið mælt fyrir áveitu,
og mun byrjað á því verki. í Kolbeinsstaðahrepjpi er
áveita í Mýrdal og Krossholti.
Norðanfjalls í Snæfellsnessýslu er lítið um áveitur.
Mætti þó gera þar seitluáveitur all-víða. — Á Hofsstöð-
um og Helgafelli eru smá-áveitur.
Dalasýsla. Ár og lækir flæða þar yfir sumstaðar í
vatnavöxtum, og bæta með því og auka grasvöxtinn.
En annars eru þar mjög óvíða reglulegar áveitur.
Áður fyr var veitt á í Hlíðartúni í Sökkólfadal og
víðar, en hefir lagst niður. Á einum eða tveimur bæjum
i Hörðudal er veitt á. Og í Hvammssveitinni er eitthvað
átt við það á fáeinum bæjum. Mest kveður að áveitunni
í Teigi. Er það uppistöðu-áveita. Af þeirri áveitu nýtur
Rauðsbarðarholt góðs.
Sjálfgerðar veitur, stærri og minni, eru á nokkrum
jörðum í sýslunni, og mætti víða auka þær og bæta.
Barðastrandarsýsla. Á Rauðasandi eru áveit-
ur, on langmest kveður að þeim í Saurbæ. Var byrjað
þar, svo nokkru næmi, að veita á 1905. Síðan heflr
áveitan verið aukin og bætt. Sprettur þar vel. Þar sem
best er sprottið, fást 40—50 hestar af hektara. Hey-
skapur af jörðinni heflr aukist mjög undanfarin 30—40
ár, en þó mest síðasta áratuginn. Fyrir 40 árum heyj-
aðist þar 400 hestar, en 1915 varð heyskapurinn 1800
hestar. Og þó að bætt túnrækt og fleira ráði hjer um
nokkru, þá er þó þessi aukni heyskapur mikið eða mest
að þakka áveitunni.
Um síðustu aldamót var byrjað á áveitu í Breiðuvík
í Rauðasandshreppi, og hefir því síðan verið haldið
áfram, og áveitan aukin. Árspræna sem rennur niður í
Víkiua, er stífluð á þremur stöðum, og vatnið úr henni
notað til áveitu. — Einnig or áveita í Örlygshöfn, er
gerir gott gagn.