Búnaðarrit - 01.01.1919, Síða 31
BÚNAÐARRIT
25
þverám, er renna í hana; þar á meðal Kornsá. í Þing-
inu er stærsta áveitun úr Giljá. — í Víðidal (Þorkels-
hólshreppi) er áveita í Yiðidalstungu, Sporði, Lækja-
móti og 2—3 bæjum öðrum. Á Lækjamóti er nýlega
farið að veita á. Voru þar áður fremur rýrar slægjur,
en nú eru þar, síðan áveitan hófst, að myndast bestu
engjar. í Miðhópi er áveita, en mætti auka hana mikið,
og bæta engjarnar enn meir en gert er.
í Vesturhópinu (Þverárhreppi) er áveita á nokkrum
jörðum, Grund, I*orfinnsstöðum, Stóru-Borg o. s. frv.
í Langadál eru góðar áveitur, bæði uppistaða og seitlu-
áveita á Auðólfsstöðum, Gunnsteinsstöðum, Hvammi og
víðar. Er þar áveita í dalnum á einum 12 jörðum. — í
Svartárdal er áveita á nokkrum bæjum, þar á meðal í
Bólsstaðahllð, Gili, Fjósum og Botuastöðum. — Einnig
hefir verið veitt á í Finnstungu i Blöndudal, en veitist
óhægra með ári hverju, vegna þess að Svartá brýtur
þar af iandmu. — í Stóradal í Svínavatnshreppi er
seitluáveita.
Út á Skagaströnd eru smá-áveitur á fáeinum stöðum,
en gætu verið þar víða, og það jafnvel í all-stórum stíl.
SkagafjarðarsýsJa. Einna mestar áveitur eru
þar í Seiluhreppi, bæði í Vallhólminum — úr Hjeraðs-
vötnunum — og eins vestan Djúpukvislar, þar á meðal
í Brautarholti og Seilu. Muu þar vera í hreppnum meiri
og minni áveita á 14—15 jörðum.
Einnig er veitt á í Staðarhreppnum. — Reynistaður
er með elstu áveitujörðum í sýslunni. Var byrjað að veita
þar á um 1880. Jósef Björnsson, kennari á Hólum, var
um það leyti sýslubúfræðingur í Skagafirði, og mældi
hann fyrir áveitunni á Reynistað, og viða um hjeraðið
gerði hann þá áveitumælingar. — Reynt hafði verið
nokkrum árum áður, urn 1872, að veita vatni á engj-
arnar á Reynistað með dælu eða vjelaútbúnaði, en það
mishepnaðist, og kom ekki að notum.
Fyrir fáum árum var áveitan á þessari jörð aukin og