Búnaðarrit - 01.01.1919, Page 33
BÚNAÐARRIT
27
Á Stórholti í Fljótum er nýlega gerð áveita. Og á
ýmsum öðrum jörftum þar eru menn í undirbúningi með
áveitur. — I Stíflunni eru ágætar engjar, t. d. í Tungu
og víðar. Eru það einskonar flæðiengjar.
Fleatar áveitur í Skagafirði eru uppistöðuáveitur.
Eyjafjarðarsýsla. Eyfirðingar munu hafa einna
fyrstir manna byrjað á áveitum á öldinni sem leið. Er
getið um áveitur í sýslunni 1825—1830, og seinna —
1860—1870 — er á þær minst í Hörgárdal og Öxnadal,
og sagt frá, að gerðir hafi verið þar flóðgarðar. En sumar
þær áveitur, er uppi voru á þessum árum, hafa lagst
niður af einni eða annari ástæðu, eða lítið verið við
þær átt um skeið.
Á Möðruvöllum í Hörgárdal byrjaði Pjetur Havstein
amtmaður á áveitu. Ljet hann gera flóðgarð út á engj-
unum, og var sá garður notaður með endurbótum fram
um síðustu aldamót. Áveitan var seinna aukin og flóð-
görðum fjölgað smátt og smátt. En mestum umbótum
tóku engjarnar þann tíma, er Stefán skólameistari Stef-
ánsson bjó á Möðruvöllum. — Annars eru Möðruvalla-
engjarnar fallegar, og spretta tíðast sæmilega, og ágæt-
lega með blettum. Enn er veitt þar á, og hefir áveita
þannig verið stunduð þarna í nálægt 50 ár.
Auk þessa er áveita í Hörgárdalnum á Hofl og Ósi.
Á Ósi var byrjað að veita á um 1880, og áveitan síðan
aukin smátt og smátt. — Á Þelamörk eru smá-áveitur
á 3 eða 4 bæjum.
í sjálfum Eyjafirðinum utanverðum, eru bæði flæði-
lönd og áveitur, beggja megin við Eyjafjarðará. Á hólm-
ana í ánni fyrir framan Akureyri, hafa verið gerðir flóð-
garðar og stendur þar vatn yfir. Sprettur þar ágætlega.
í Hvammi er góð áveita. Og á flestum jörðum í
Hrafnagilshreppi, fram að Grund, eru ýmist flæðilönd
eða áveitur, eða hvorutveggja til samans.
Á Grund er mikil og góð áveita.
Um margar jarðirnar í Öngulsstaðalireppi, fram með