Búnaðarrit - 01.01.1919, Síða 38
3 2
BÚNAÐARRIT
um, aö gerðar hafl verið reglur um notkun vatnsins
eða viðhald áveitunnar.
Áveitan á Vallhólminn í Skagaflrði úr Hjeraðsvötn-
unum, sem gerð var haustið 1915, er samvinnuverk,
og eru eða voru 7—8 búendur um að koma henni í
framkvæmd, og nota þeir vatnið í fjelagi.
í Suður-Þingeyjarsýslu eru samvinnu-áveitur, þar á
roeðal Mývatns-áveitan, áveitan í Reykjadalnum og
sumar áveiturnar í Aðaldal. — t rauu og veru eru það
fjelags- eða samvinnuáveitur, þar sem bændur, fleiri eða
færri, sameina sig um það, að ná vatni til áveitu í
stærri stíl, með aöfœrslnslcurði, stíflu, eða öðrum tækj-
um.
y. Álitleg' áveitusvæði.
Hjer að íraman heflr nú verið rakið að nokkru, hvar
helst eru áveitur hjer á landi. í sambandi við það þykir
vel eiga við, að geta um nokkur álitleg áveitusvæði,
sem enn hafa ekki verið numin.
Mýrarsvæði á landinu eru talin að vera um 10 þús.
ferkílómetrar, eða hjer um bil 10°/o af öllu landinu1).
Sumir ætla, að hjer muni of ílagt, en jeg tel líklegt,
að þessi tilfærða tala sje síst fjarri sanni.
Til samanburðar má geta þess, að á Finnlandi nemur
mýrarlandið 27,2°/o af öllu landinu, í Sviþjóð 12,6°/o, í
Danmörku 5°/o og í Noregi 3,7%.
Mikill hluti af mýrarsvæðunum hjer á landi er vel
fallinn til áveitu, með meiri og minni kostnaði.
Flest þau mýrlendi, er vatni verður náð á til áveitu,
geta orðið á tiltölulega skömmum tima að góðum engj-
um, ef á þau er veitt, samfara hæfilegri þurkun. Það
fer vitanlega nokkuð eftir landslagi og jarðvegi, og þá
ekki síst eftir gæðum vatnsins, hve fljótt landið tekur
1) Sbr. „Lýoing íslands“, eftir Þorv. Thoroddson, III.
bindi, b!s. 144. — Þorvaldur tilfœrir þetta eftir M. Gruner.