Búnaðarrit - 01.01.1919, Side 49
BUNAÐARRIT
43
hóhá. Aðfærsluskurðurinn úr Hvolsá þaif að vera, eft.ir
mælingu frá 1903, um 4000 metra, og er honum ætlað
að flytja vatn á syðri hluta landsins, en aðfærsluskurð-
urinn úr Staðarhólsá, rúmir 3000 metrar á lengd. Þeim
skurði er ætlað að veita vatni á sjálfan Oddann. Kostn-
aðurinn við þetta verk, ásamt þuikskurðum, var áætl-
aður fyrir 15 árum um 10,000 kr.
Hólsflói í Hvammssveit í Dalasýslu liggur ágætlega
við áveitu úr Hólsá. Flóinn er að vísu ekki ýkjastór, en
gæti sennilega gefið talsvert af sjer, væri hann ræstur
fram — því að hann er blautur — og síðan veitt á
hann.
Um einstakar jarðir í Dalasýslu, aðrar en Hól, er það
að segja, að margar þeirra mætti bæta með áveitu úr
lækjum og smá-ám, einkum seitJu-áveitu. Skal jeg að
eins nefna Hlið og Tungu í Hörðudrl, Efri- og Neðri-
Hundadal og Sköið í Miðdölum, Ballará og Skarð á
Fellsströnd o. s. frv.
Sieykjanes í Baiðastrandarsýsiu. Gera mætti áveitur
bæði á Reykhólum úr Gnmdará, og eins á Höllustöð-
um og Skerðingsstöðum úr Heyá. — Það er mjög auð-
gert að ná Heyá upp og leiða hana niður um engjar
Höllustaða og Skerðingsstaða, og jafnvel inn á Reykhóla-
engjarnar, til viðbótar við vatnið úr Grundará. — Einna
álitlegastir til áveitu þarna á nesinu eru Staðarflóarnir.
Má veita Staðará um mestan hluta þeirra. Sprettur vel
undan vatninu úr henni. En þeir flóar eru blautir, og
þarf því að þurka þá um leið, svo að staðið verði að
heyskap í þeim, þótt rosa geri.
Hallinn er töluverður á landinu, bæði á Stað og eins
á hinum jörðunum. Áveitan yrði því aðallega seitlu-
áveita. — Á Miðjanesi er þó besta uppistöðu-áveituland
í svonefndum Reiðings-álurn.
Jíagaflói á Barðaströrid. Flói þessi er eina álitlega
engjasvæðið á allri Barðaströnd. Blautur er hann, og
þarf því framTæslu. Yatn til áveitu næst úr !æk, sem