Búnaðarrit - 01.01.1919, Side 50
44
BÚNAÐAKRIT
rennur ofan flóann. Að vísu er þaö stutt að runnið og
kalt, en mundi þó bæta inikið, ef það er skynsamlega
notað. — í öðru la.gi má taka Hagaá til áveitu á ílóa-
spildu tilheyrandi Giænhól.
Ranðisamlnr. Eins og áður er tekið fram (bls. 23),
er ágæt áveita í Saurbæ, en annarsstaðar þar kveður
minna að því. En yfirleitt hagar þar vel til með áveitu,
landið flatt og greiðfært, og nægilegt vatn, ef vel er
á haldið.
Bæta mætti einnig engjar í Bakkadalnum í Dalahreppi
með áveitu („Freyr“ IV., 1907, bls. 133), og sömuleiðis
í Gufudal í Gufudalssveit.
Tnngngratárilói í Strandasýslu. Komið hefir til orða
að veita á þenna flóa og ræsa hann fram, því að hann
er mjög blautur og fúinn. Flóinn er jafnlendur, og vatn
fæst þar nægilegt úr lækjurn, sem renna niður á hann.
Einnig mætti taka Tunguá í Tröllatungulandi, neðan við
Fiflastekk, til áveitu á flóann, t.il viðbótar við lækjar-
vatnið. En töluverðan kostnað hefði það í för með sjer.
Um leið skal þess getið, að inni í Bjarnarfirðinum
í Strandasýslu, eða fyrir botni hans, er nokkurt undir-
lendi. Þar er einnig nóg vatn, og mundi því sennilega
mega auka þar og bæta slægjulönd manna með áveitu.
Bær í Árneshreppi er líklega mesta engjajörðin í þeirri
sveit. Þar mætti einnig að likindum bæta engjarnar með
því að veita á þær.
Eylendið 1 Þingi i Húnavatnssýslu, takmarkast a,f
Vatusdalsá (Hnausakvísl) að vestan og Axlarhlið að
austan, og nær út að Húnavatni. Þar eru engjar jafn-
aðarlegast góðar, eins og áður er getið. FJæðir Vatns-
dalsá þar sjálfkrafa yfir í flóðum á vorin, og auk þess
er þar áveita úr Giljá í utanverðu Eylendinu, og úr
lækjum sem renna þar ofan. En bændur í Þinginu eru
ekki ánægðir með þetta, enda bregðast flóðin 1 sumum
árum. Og þó að ekki sje því til að dreifa, þá er þar