Búnaðarrit - 01.01.1919, Page 56
50
BÚNAÐARRIT
firði. Er sá bær á vestri bakka Hjeraðsvatnanna, gegnt
Vík. — Kostnaðurinn áætlaður 4000 kr.1).
Vallhólmurinn í Skagafirði. Eins og áður getur,
hefir verið gerð áveita á Hólminn úr Hjeraðsvötnunumr
og á sumum jörðum þar hafa þegar verið hlaðnir flóð-
garðar. En áveitu þessa þarf vitanlega að auka og full-
komna.
En í sambandi við áveitu á Hólminn er vert að minn-
ast á það, að sumir óttast, að Hjeraðsvötnin muni áður
en varir, taka sjer farveg út með Vindheima-brekkunum..
Einnig flæða þau oít yfir að vetrinum, og taka þá af
alla beit, lengri eða skemmri tíma, og kemur það sjer
illa. Mönnum hefir því komið til hugar að hlaða fyrir
þessi vetrarflóð.
Ef að nú Vötnin — hvað sem vetrarflóðunum út af
fyrir sig liður — tækju sjer farveg eða legðust í far-
vegina út Hólminn, þá er voði á ferðum fyrir Hólms-
búa, og alla þá, er eiga ferð þar um. Nú liggur póst-
leiðin þvert yfir Hólminn, og mundi sú leið verða tor-
sótt, ef Vötnin breyttu sjer á þenna hátt.
Sumarið 1906 var gerð þarna athugun og mæling2),.
en samkvæmt þeim athugunum mun ekki hafa álitist,
eins og þá á stóð, ástæða til frekari aðgerða, enda engin
áætlun gerð um það, hvað kosta mundi að hlaða fyrir
Vötnin.
Hafi útlitið versuað, eða Vötnin eitthvað breytt sjer
til hins verra, síðan þetta var skoðað og mælt, þá er
ástæða til að láta fara fram athugun á ný, og það
heldur fyr en seinna.
lljaltastaðakílar. Austan Hjeiaðsvatna, milli Dalsár
og Þverár, eru mikil mýra- og engjalönd, og þar á með-
al eru þessir svonefndu Hjaltastaðakílar. Eru þeir afar-
1) Þá mælingu og áætlun hefir gert E í n a r búfræðingur
Jósefsson frá Vatnsleysu.
2) Mælinguna franikyæmdi Th. Krabbo vitamálastjóri.