Búnaðarrit - 01.01.1919, Blaðsíða 66
60
BÚNAÐAKRIT
sem fyrstur lagbi grunninn undir þær, og fann það lög-
mal, sem kallað hefir verið eftir honum, en það var
austurrískur munkur, Gregor Mendel að nafni. Hann var
fæddur árið 1822. 21 árs gekk hann i Ágústínusar-
regluna, og gerðist munkur í klaustri í Biúnn. Nokkru
siðar las hann náttúrufræði við háskólann í Wien, og
við það nám fjekk hann áhuga á grasafræði. Ánð 1853
kom hann aftur af háskólanum, og settist nú að heima
í klaustrinu, og fór þá að rannsaka jurta-kynblendinga.
í 10 árin næstu fjekkst hann stöðugt við þessar rann-
sóknir, og notaði mest við þær eitur (Pisum sativum).
Árið 1865 birti hann svo árangur tilrauna sinna í lítið
þektu austurrísku tímariti.
Greinina kallaði hann „Tilraunir með jurtakynblend-
inga“, og var henni engin eftirtekt veitt. í bijefl til eins
af þess tíma mestu grasafræðingum, getur Mendel um
niðurstöðu tilrauna sinna, en hann var ekki virtur svars.
Mendel var nú rjett á eftir gerður ábóti, og dróst þá
hugur hans meira að öðru, enda áttu munkarnir um
þetta leyti í deilum við ríkið, út af skattamálum, og
stóð Mendel þar mjög framarlega.
En þetta alt varð til þess, að hann birti ekki aftur
opinberlega árangur af tilraunum sinum, hafi hann þá
haldið þeim áfram eftir að hann varð ábóti. Mendel dó
1884, vel liðinn og mikils metinn af munkunum fyrir
staif sitt sem ábóti, og afskifti sín af skattamalum, en
óþektur af rannsóknum sínum, því þær skildi ekki sam-
timinn. — Mendel var á undan honum.
í lok ársins 1900 komust þrír grasafræðingar að sömu
niðurstöðu og Mendel, og nú birtu þeir hvor um sig
rannsóknir sínar. Þá fyrst mintust menn Mendel’s og
rannsókna hans fyrir 35 árum síðan, og nú var lögmál
það sem Mendel hafði fundið, og hinir þrír staðfest,
skirt eftir honum og kallað Mendel’s-lögmál.
Mendel’s-lögmal skýrist best á dæmum, og skal jeg fyrst
taka dæmi úr einni af tilraunum Correns (sjá 1. mynd).