Búnaðarrit - 01.01.1919, Side 67
BÚNAÐ ARRIT
61
Hann frjóvaði saman tvær Jcynhreinar tegundir af
jurtinni Mirabilis jalapa, sem voru frábrugðnar að því,
að önnur bar ávalt rauð blóm (rosea), en hin ávalt hvít
blóm (alba).
Rauðar jurtir voru nú frjóvaðar með frjódufti af
þeim hvítu. Þá mynduðust fræ í þeim rauðu, og af
þeim var nú alinn upp fyrsti kynblendings-liðurinn. En
hann hafði hvorki hvít nje rauð blóm, heldur bleik.
Þessar bleikblóma jurtir, sem allar voru eins að út-
liti í þessum fyrsta lið, voru nú látnar mynda fræ við
sjálöVævun. Af þeim fræum óx upp annar kynblendings-
liðurinn, og það kom þá í ]jós, að blómin á jurtunum
í honum voru næsta ólík, sum voru hvít, önnur rauð,
og enn önnur bleik. Yið nánari flokkun og rannsókn á
lit blómanna í öðrum lið, kom í ljós, að Vi þeirra var
rauður, s/t bleikur og V* hvitur.
Þessar ólíku jurtir úr öðrum liðnum, voru nú allar
ræktaðar og latnar frjóvgast við sjálffrævun. Það kom
þá í ljós, að af fræum, sem mynduðust í rauðu blómi,
uxu einungis upp jurtir, sem báru rauð blóm, af fræ-
um sem mynduðust í hvítblóma jurtum, uxu einungis
upp jurtir, sem baru hvít blóm, en af þeim ftæum, sem
mynduðust í bleikblóma jurtum, uxu upp jurtir, sem
sumar báru rauð, aðrar hvít, og enn aðrar bleik blóm.
Og þegar nánar var að gætt, kom í ljós, að V* blóm-
anna var rauður, 3/<t bleikur og V4 hvitur á lit.
Enn var haldið áfram að hreinrækta jurtirnar í fleiri
liðu, og þær látnar frjóvast við sjalffiævun, og alt.af
kom í Ijós sama endurtekniugin. Út af jurt, sem bar
hvitt blóm, kom önnur, sem líka bar hvít.t blóm, og út
af jurt, sem bar rautt blóm, kom önnur, sem líka bar
rautt blóm, en út af bleikblóma jurt komu jurtir, sem
sumar baru rauð, aðrar hvít, og enn aðrar bleik blóm,
og það sem meira var, ávalt í sama hlutfalli og áður
er sagt, þannig að x/4 var hvítur, 2/i bleikir og V4
rauður.