Búnaðarrit - 01.01.1919, Page 69
BÚNAÐARRIT
63
andstæðu eiginleikar fara að hafa áhrif á lit blómsins,
þá er þab, að þeir eins og þynna hvem annan —
draga hvor úr öðrum — svo hvorugur sjest, heldur sam-
bræðsla úr báðum. Af þessu ætla menn nú að fyrsti
liðurinn verði bleikur.
Mendel áleit nú, að þegar einhver bleik jurt úr fyrsta
liðnum myndaði kynsellur, hlytu eiginleika andstæðurnar
ætíð að klofna, svo hver kynsella fengi að eins einn
eiginleika í einhverja ákveðna átt, og í þessu tilfelli því
annaðhvort R eða r. Ennfremur hugsaði Mendel sjer,
að það hlyti að myndast jafnmargar kynsellur með
hvorum eiginleika, og jafnmargar eggsellur og frjókorn.
Við sjalffiævun í bleiku blómi, gat því hugsast ferns-
konar sameining af þessum vísirum, þar sem:
Egg með vísinum R gat frjóvast af frjókorni með visinum R
— — — r — — — — — — r
Af þessu sjest, að fræin gátu myndast á fjóra vegu,
og hafi nú verið jafnmargar kynsellur með hvorum vísir,
myndast jafn mörg fræ af hverri þessari gerð. Þegar egg
með R sameinast frjókorni með vísinum R, fær jurtin
líkinguna RR, og verður þá blómið rautt. Á sama hátt
verða jurtirnar hvítblóma, þegar þær vaxa upp af fræi,
sem myndað er af tveim kynsellum, sem báðar hafa
haft vísirinn r, og þá verður líking jurtarinnar rr. Jurt-
irnar, sem fá likinguna Rr og rR þekkjast ekki að, og
því verða 2/4 allra jurtanna í öðrum lið bleikar. Þessi
kenning Mendel’s segir því, að hlutfallið núlli rauð-,
bleik- og hvítblóma jurta í öðrum lið verði 1:2:1,
og það var einmitt það sem tilraunin sýndi.
Alla þá einstaklinga, sem myndaðir eru af tveim kyn-
sellum, sem hafa haft sama visirinn til einhvers ákveð-
ins eiginleika, köllum við hreinhynja (homozygotiskaj
hvað þann eiginleika snertir (RR og rr eru báðir hrein-
^ynja hvað lit blómanna snertir).