Búnaðarrit - 01.01.1919, Síða 80
70
BÚNAÐARRIT
eru kynhrein hvað annan eiginleikann snertir, en óhrein-
kynja hvað hinn snertir.
En það sem sjerstaklega á aö sjást, og veitast athygli
á þessari töflu, hað er það, að þessir tveir eiginleikar
erfast sjálfstætt, og algerlega oháðir hver öðrum. Þess
vegna getum við í annan lið fengið hross, sem eru alveg
af nýrri gerð, eins og bæði jörpu hrossin vökru og rauðu
hrossin klárgengu. Hvorki foreldrar nje forfeður voru
þannig, og þó eru þessi hross sum kynhrein. Þetta er
orsök þess, að hægt er að mynda nýja kynstofna, þar
sem sameinaðir eru eiginleikar úr tveim eða fleiri ólík-
um kynjum.
Og af þessu leiðir líka, að gamla kenningin um það,
að ómögulegt væri að sameina lijá satna einstáklingnum
vissa ákveðna eiginleika, eins og t. d. mikinn faUþunga
og háa nyt hjá sauðfje, mikla feiti í mjólkinni, og mikla
mjólk hjá kúm o. s. frv., er algérlega röng. — Þetta er
hægt, en það er erfltt, og krefur bæði þolinmæði og ná-
kvæmni, og auk þess þarf, til þess að við getum sjeð
hámark ýmsra eiginleika, meðferð skepnanna að vera
góð, og meltingin og meltingarfærin svo góð, að eigin-
leikarnir þess vegna nái að njóta sín. En einmitt á þessu
er oftast þverbresturinn. Kúna t. d. vantar ef til vill
eiginleika til hraustra meltingarfæra, og til hvers er
henni þá, að hafa eiginleika til þess að geta mjólkað
700 kg. með 5°/o fltu. Til þess að geta sýnt þessa eigin-
leika, eins og þeir eru, þarf hún að jeta um 6400 töðu-
einingar að vetrinum, eða um helmingi meira en át-
mestu kýrnar okkar gera. Návist hraustra meltingarfæra
og góð meðferð, gera það því að verkum, að við sjáum
aðra kosti.
Einhver kýr getur því vel haft eiginleika til að mjólka
mlkið meir en við sjáum og fáum, en sá eiginleiki fær
ekki að njóta sin, vegna þess að meltingarfærin hafa
ekki eiginleika til að melta nóg efni í mjólkina. Nyt-