Búnaðarrit - 01.01.1919, Qupperneq 84
74
BÚNAÐARRIT
þaÖ við það, að sumir þeir eiginleikar, sem við sjáum,
og höldum að sjeu einn einstakur eiginleiki, eru það
ekki, heldur samsettir úr fleirum eiginleika-andstæðum,
sem engin*sjást að sjeu, heldur sambræðsla úr þeim
öllum.
Allra glegBt sjest þetta á tilraunum Baur’s og rann-
sóknum á jurt, sem heitir Antirrhinum majus1). Af þess-
ari jurt eru til um eða yfir 100 smátegundir, sem með-
al annars eru frábrugðnar hvað lit og lögun blómanna
snertir. Það mátti nú ætla að til grundvallar fyrir hverja
tegund lægi ákveðinn eiginleiki, en Baur sannaði með
tilraunum sínum að eiginleika-andstæðurnar voru ein-
ungis 15. Af 15 eiginleika-andstæðum mynduðust yfir
100 tegundir jurta, alt eftir því hvernig þær sameinuð-
ust. Þessar tilraunir, sem eru einhverjar þær nákvæm-
ustu og margbreyttustu sem gerðar haía verið, sanna
prýðilega Mendels-lögmál, og sýna um leið hve flókið
það er stundum. — Að lýsa þessum tilraunum frekar
er of-langt mál hjer.
Annað, sem líka getur glapið manni sýn við rannsókn
á arfgenginu, er það, að einstaka eiginleikar koma aldrei
í ljós hjá báðum kynjum, heldur eru altaf huldir hjá
öðru kyninu (vöntun storknunarefnis í blóðið t. d. ætíð
hulið hjá kvondýri).
Þegar hjer við bætist, að einstaka eiginleikar erfast
að eins gegnum annað kynið, þá vona jeg að menn fari
að sjá, að ekki er æfinlega gott að dæma um, hvernig
þessi og þessi eiginleiki erfist, og það er ekki allra að
gera það. Til þess þarf nákvæma rannsókn á afkvæm-
unum í fleiri liðu.
En þrátt fyrir þaÖ, þó þetta alt geri rannsóknirnar
ílóknari, hefir þeim þó skilað vel áfram, og enn þekkist
ekkert dæmi þess, að hinir einstöku eiginleikar, sem
1) Hún vex ekki hjcr á landi. Einar Helgason nefnir hana í
.,Rósnm“.