Búnaðarrit - 01.01.1919, Síða 89
BÚXJUDA&RTT
Hjeraðssýningar á hrossum
árið 1918.
Hjeraðssýningar á búpeningi þykja hvervetna í heim-
inum, þar sem þær annars tíðkast, merkis viðburður.
Sækja þær múgur og margmenni. Hátíðarbragur er þar
á öllu, og viðhöfn mikil. Alt er gert til þess að fólk hafl
bæði gagn og gaman af ferðinni.
Á sýningunum, eða í lok þeirra, eru haldnir fyrír-
lestrar um skepnurnar, sem sýndar voru, kosti þeirra
og galla. Og á eftir hlaupa blöðin i kapp hvert við ann-
að, að flytja frjettir eða skýrslur um sýningarnar.
Sýningarnar annarsstaðar eru einskonar orkubrunnur,
sem kemur til leiðar lyfting og hrifni meðal bænda og
búalýðs, og hvetur til meiri framtakssemi og dugnaðar
til umbóta búfjárræktinui.
Hjer á landi er þessu nokkuð á annan veg háttaö.
Bæði eru nú sýningarnar strjálar, og litlu til þeirra
kostað, og svo er eins og bændur alment og búalýður
láti sjer þær í Ijettu rúmi liggja.
Árið, sem leið, voru haldnar fjórar hjeraðssýningar á
hrossum. Þær voru sumar all-vel sóttar, þótt betur hefði
mátt vera. Sýninga-hrossin voru upp og niður að útliti
og gæðum. Innan um voru þó nokkrir góðir gripir,
einJcum sumir hestarnir á Þjórsártúns-sýningunni.
Hvergi hefi jeg sjeð minst á þessar sýningar. Lítur
því út fyrir, að þeim sje fremur lítill gaumur gefinn.