Búnaðarrit - 01.01.1919, Page 90
KÚNAÐAKRIT
80
Ber það vott um, aö áhuginn á hestaræktinni, eða uni-
bótum hennar, sje ekki á marga íiska.
Hrossasýningar þessar voru haldnar aö Deildartungu i
Borgarfirði fyrir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 15. júní,
að Skildi í Helgafellssveit fyrir Snæfellsnessýslu 25. s. m.,
að Skerðingsstaða-rjett í Hvammssveit fyrir Dalasýslu
29. s. m., og að Þjórsártúni fyrir Árnes- og Rangárvalla-
sýslur 8. júlí.
Skal jeg nú geta nánar þessara sýninga, ; þeirri röð,
sem þær voru nefndar.
I. Deildartungu-sýningin.
Sýndir voru á henni 9 hestar 4 vetra og eldri, 2 íolar
3 vetra og einar 7 hryssur. — Skrásettar höfðu verið 9
hryssur, en 2 af þeim fyrirfundust ekki.
Verðlaun voru veitt fyrir 6 hesta, önnur og þriðju.
Fengu 3 hestar sín hvor. Þrevetru folarnir fengu og
verðlaun og 4 hryssur.
Um hestana, sem veitt voru fyrir 2. verðlaun, skal
það tekið fram, að álitlegastur þeirra var grár hestur
frá Miðhúsum á Mýrum, eigandi Jón bóndi Einarsson.
Hann var 5 vetra, 139 cm. á hæð, og gildleiki aftur
við bóga 155 cm.
Annar hesturinn af þessum þremur var frá Birni bóuda
Þorsteinssyni i Bæ, jarpur, 5 vetra. Hann var 136 cm.
á hæð, og gildleiki 150 cm. — Báðir þessir hestar eru
laglegir gripir, og sæmilegir tii undaneldis.
Af hestunum, sem fengu 3. verðl., skal jeg að eins
nefna gráan hest frá Davíð Þorsteinssyni á Arnbjargar-
læk, 5 vetra gamlan. Hann var 136 cm. á hæð, og 150
cm. að gildleika.
Um hryssurnar er ekkert að segja. Að eins skal þess
getið, að þær tvær, er veitt voru fyrir 2. verðl., eru
góðir meðalgripir, um 135 cm. á hæð, hvor þeirra.
Að öðru leyti má þess geta, að sýningin var mjög
laklega sótt, eigi síst þegar þess er gætt, að Borgar-