Búnaðarrit - 01.01.1919, Page 91
BÚNAÐARRIT
81
íjöiðurinn — báðar sýslurnar — er hlutfallslega sjeð
með hrossaflestu hjeruðum landsins.
II. Sýningin að Skildi.
Þar voru sýndir 2 hestar 5 vetra, 3 folar 3 vetra og
18 hryssur. — Annar hesturinn var frá Þórði hreppstj.
Gíslasyni í Mýrdal, ættaður frá Skjálg í Kolbeinsstaða-
hreppi, bleikur á lit, 136 cm. á hæð, og 155 cm. að
gildleika. Hesturinn er laglegur, sæmilega þrekinn, en
ekki nema í góðu meðallagi stór1). Fyrir hann voru
veitt 1. verðlaun (25 kr.).
Einn af þrevetru folunum, brúnn á lit, frá Grundar-
flrði, var laglegasta hestefni, 132 cm. á hæð. En nú er
mjer sagt, að búið sje að gelda hann.
Þriðjungurinn af hryssunum voru góðir gripir, en tvær
þeirra þó bestar. Hvor þeirra var 136 cm. á hæð, brúnar
á lit og báðar 8 vetra. Önnur þeirra var frá Hrossholti
í Eyjahreppi, en hin frá Dældarkoti i Helgafellssveit.
Þá voru í þessum hóp fjórar hryssur, 133 cm. á hæð
hver, og allar laglegar skepnur.
Annars má geta þess, að til og frá um Snæfellsnes-
sýslu fyrir hittast góðar hryssur, sæmilega stórar, og
að öðru leyti vel gerðar. — En' þar er lítið um ógelta
hesta eða fola, eldri en 3 vetra. Ber það vott. um
fremur sljóan áhuga á hesta-kynbótum. En svona er
það víða. Folarnir geltir eftirlitslaust, og eitthvað skilið
eftir af handahófi, og það jafnvel stundum af verri
endanum.
III. Valasýsiu-sýningin.
Hún var haldin, eins og áður segir, í Skerðingsstaða-
rjett. Þar var sýndur einn hestur 4 vetra og 3 folar
1) He8t þenna hefi jog nýlega ajeð auglýatan/til aölu. — Hefði
þó verið ástœða til að nota hann þar í hreppnum til kynböta,
þvi ekki er þar um marga álitlega hesta að velja til þeirra hluta.
6