Búnaðarrit - 01.01.1919, Qupperneq 94
84
BÚNAÐAJRKIT
Árnessýslu keypti þessa hesta báða að lokinni sýning-
unni.
Þá oru ótaldir 2 hestar af þessum ílokki, annar rauður
7 vetra, 137 cm. á hæð, og 157 cm. að gildleika, falleg-
ur hestur, og hinn bleiJcblesóttur frá Stóru-Háeyri, 7
vetra, 136 cm. á hæð, og 150 cm. að gildleika. — Sá
síðartaldi var seldur að Hæli í Gnúpverjahreppi.
Af hestunum í Jiriðja flolcki skal jeg fyrst nefna
vindóttan hest (SilfraJ, eign Hrossaræktarfjelags Gnúp-
verjahrepps, ættaðan frá Eiríki Runólfssyni á Berghyl,
7 vetra, 136 cm. á hæð, og 155 cm. að gildleika, og
sótrauðan (SótiJ, eign Hrossaræktarfjelags Gaulverja-
bæjarhrepps, ættaðan frá Oddhól á Rangárvöllum, 6
vetra, 138 cm. á hæð, og 155 cm. að gildleika. — Eru
þessir hestar báðir sæmilegir að útliti, þótt ýmislegt
megi að þeim fiuna. — Hinir hestarnir tveir í þessum
flokki voru báðir 4 vetra. Annar þeirra, brúnn, frá
Móeiðarhvoli, var 137 cm. á hæð, og 155 cm. að gild-
leika. Hinn var frá Austvaðsholti, bleikur (FífiUJ, 136
cm. á hæð, og 150 cm. að gildleika. — Eru þeir báðir
efnilegir og vel ættaðir. — Fyrir 2 hesta í þessum flokki
voru verðlaunin ekki þegin.
Þrevetru (olarnir, sem veitt voru verðlaun fyrir, voru
allir íremur íallegir og sumir afbragðs fallegir, einkum
þeir af þeim, er fengu 2. verðl. — Einn þeirra var frá
Eggert hreppstj. Benediktssyni í Laugardælum, rauður
á lit, undan Þórarinsstaða-Bleik, kynbótahesti fjelags-
ins „Atla" (sjá bls. 83), 136 cm. á hæð, 150 cm.
að gildleika, og í alla staði fallegasti foli. —
Annar var frá Einari bónda Árnasyni í Miðey, vind-
óttur, 135 cm. á hæð og 149 cm. að gildleika. —
Þriðji af þessum folum var frá Guðmundi bónda
Bjarnasyni í Túni, rauðstjörnóttur (Stjarni), undan
Ármóts-Feng, 136 cm. á hæð og 145 cm. að gildleika.
Báðir þessir folar voru einnig fallegir. — Má það gott