Búnaðarrit - 01.01.1919, Síða 97
BÚNAÐARRIT
87
Hrossasýningarnar hefjast vanalega um hádegi. Þá
eiga menn að vera komnir með sýningargripina á sýn-
ingarstaðinn. En út af því vill nú oft bregða. — Pá er
byrjað að rannsaka, hvað komið er af skrásettum grip-
um. Þvi næst er farið að skoða hrossin og dæma um
þau.
Safnast þá tíðast flestir sýningargestirnir utan um
dómnefndina, og elta hana á röndum. Þetta tefur fyrir,
og seinkar störfum hennar.
Annarsstaðar í heiminum standa þessar hjeraðssýn-
ingar yfir í 2 daga og stundum lengur. Það er komið
með skepnurnar á sýningarstaðinn, og dæmt um þær
áður en sýningin er opnuð. Fer til þess að dæma þær
dagur eða meira. Og þó er dómnefndarstörfunum skift
niður þannig, að ein nefndin dæmir um hesta, önnur
um hryssur o. s. frv. — Þegar svo dómnefndarstörfun-
um er lokið, og ákveðið hefir verið um úthlutun verð-
launanna, er sjálf sýningin opnuð.
Hjer hjá oss þarf öllu sýningarstarfinu að vera lokið
á einum degi, eða rjettara sagt á 8—9 klukkustundum.
Það verður að flaustra því af, svo að segja í einu
hendingskasti.
Hins vegar verður ekki hjá því komist, ef sýningin
er fjölsótt, að starf dómnefndar taki ærinn tíma. En þar
sem sýningunni verður að hraða sem mest, vegna naum-
leika tímans, þá getur ekki hjá því farið, að dóm-
nefndarstarfið verði hálfgert flýtisverk. — Sýnendur grip-
anna reka einnig á eftir, til þess að geta komist sem
fyrst á stað heim til sín. Bíða einu sinni ekki eftir því,
að eitthvað kunni að verða sagt um sýninguna og sýn-
ingargripina. Jafnskjótt og dómarastarfinu er lokið, eru
flestir þeirra þotnir á stað.
Fyrir því er þetta fyrirkomulag á sýningum hjer, að
gera alt. sama daginn, og byrja þó ekki fyr en um há-
degi, lítt viðunanlegt. Það verður að breyta því mjög
bráðlega, ef vel á að vera. Það er eitt verulegasta at-