Búnaðarrit - 01.01.1919, Page 105
BÚNAÐARRIT
95
lengra dró frá, urðu skemdirnar okki bvo tilfinnanlegar. í grend
við Reykjavík varð askan lítil og rigndi brátt niður.
Nokkurt öskufall varð um land alt, í Eyjafirði varð þess eink-
um vart tvisvar sinnum, 21. og 31. októbcr.
Aflabrogð.
Árferðið var í besta lagi til sjávarins, einkum að þvi er Suður-
og VeBturland snerti. Þar var góður afli, en fyrir norðan og
austan gengu fiskveiðarnar stirðlega.
Mótorbátar úr ýmsum áttum stunduðu veiðar frá Sandgerði.
Voðurharðindin drógu úr sjósókninni yfir vctrarvertíðina. — Um
vorið gekk fiskur á grunnmið í Faxaflóa. Fóru þá róðrarbátar
að gauga til veiða og öfluðu vel.
Fimm botnvörpungar stunduðu veiðar úr Reykjavik og tveir
úr Hafnarfirði. Öfluðu þeir ágætlega.
Á vetrarvertíðinni gengu 10 þilskip til fiskveiða frá Reykjavik
og 4 úr Hafnarfirði. öfluðu þau einnig ágætlega.
Síldveiði með minsta móti, eftir því sem verið hefir nú um
nokkur ár; þó veiddist töluvert i reknet f septembermánuði
fyrir vestan.
í júnimánuði kom óvanalega góð fiskganga í ísafjarðardjúp.
Hlóðu vjelbátár dag eftir dag. Voru allar fleytur á flot settar;
hjelst ágætur afli i öllu Djúpinu alt sumarið, og um haustið
fram til ársloka.
Verslun öll óþægileg, svipuð og árið áður; þó hækkaði vöru-
verð enn á þessu ári, einkum verð á útlendura vörum. Dýrtíðin
orðin afskapleg, en þó getur verðið ekki orðið jafn-vitlaust á
öllum vörum. Menn þrá það mjög, að losna úr þeirri viðskifta-
ánauð, sem verið hefir siðan ófriðurinn liófst, og farið hefir
versnandi eftir því sem longur leið.
í nóvembermánuði barst mannskæð pest til Reykjavíkur. Varð
hún mörgum manni að bana þar og í grendinni fyrir árslokin.
Eitiar Helgasort.