Búnaðarrit - 01.01.1919, Page 106
8ÚKAÐA2UUT.
Skýrsla
til Búnaðarfjelags íslands árið 1918.
Störf mín þetta ár hafa verið svipuð og að undanförnu.
Ferðalög hafa þó veríð heldur með minna móti. Jeg
hefl verið að heiman samtals i 124 daga. Ferðirnar hafa
verið gerðar í ýmsum erindum, á hrossasýningar, til
fundarhalda og fyrirlestra, og til að mæla fyrir áveitum
og leiðbeina við ýms mannvirki. í þessum erindum hefi
jeg farið nokkrum sinnum austur í Árnes- og Rangár-
valia sýslur. Einnig fór jeg austur um Skaftafelissýslur,
alla leið austur í Hornafjörð, vestur í Borgarfjörð, Snæ-
fellsnessýslu og Dalasýslu. Og loks hefi jeg farið styttri
ferðir um nágrennið við Reykjavík, upp í Mosfellssveit
og Kjalarnes og suður að Vífilsst.öðum.
Mælingar tii áveitu og fyrir stíflum og fyrirhleðslum
hafa verið þessar hinar helstu:
Mældi fyrir íhleðslum eða stíflum i Bjblu-ósa og
Fjarkastokk í Rangárvallasýslu. Athugaði um fyrirhleðslu
fyrir vatnságangi úr Hornaf jurðurfljóti á engjar tilheyr-
andi Vindborði og fleiri bæjum á Mýrum í A.-Skaftafells-
sýslu. Leit eftir Meðallands-áveitunni og viðhaldi fyrir-
hleðslunnar fyrir Skálm í Álftaveri. Athugaði um stíflu
í Hölaá í Laugardal. Því máli vísað til landsverkfræð-
ingsins til frekari aðgerða, með því að þar er um stórt
mannvirki að ræða. — Mældi fyrir stíflum í Korpúlfs-
staðaá til áveitu á engjar Kálfakots, Reynisvatns og