Búnaðarrit - 01.01.1919, Blaðsíða 108
BtJNAÖAÍlIlIT
98
lits-námsskeiðið viku lengur en ella heflr átt sjer stað,
eða til 20. desember. — Kennarar þeir sömu og ári8
næsta á undan.
Kenslunnar nutu:
1. Björn Jóhannsson, frá Laugalandi í Eyjafjarðarsýslu.
2. Guðmundur Illugason, frá Mýrdal í Snæfellsnessýslu.
3. Jóhann Sveinsson, frá Hólkoti í Hörgárdal í Eyjafj.s.
4. Jóhann Þorsteinsson, frá Berustöðum í Rangárvallas.
5. Kristinn Sigurðsson, frá Vatnsholti i Flóa í Árness.
6. Þórarinn Grímsson, frá Garði í Kelduhverfl í N.-Þing.
Smjörbúin, sem störfuðu í sumar, er leið, lengri eða
skemmri tíma, voru að eins 12, og mestur hluti smjörs-
ins sendur til Reykjavíkur og seldur þar.
Um önnur störf er þess helst að geta, að jeg hefi
veriö á fáeinum búnaðarfundum, og haldið 10 fyrirlestra,
skrifað nokkrar skýrslur og áætlanir og 370 brjef.
Auk þessa hefi jeg ritaö nokkrar greinar, búnaðarlegs
efnis, í „Búnaöarritið", „Frey", „ísafold" og „Tímann".
Reykjavík 10. jan, 1919.
Sigurður Sigurösson.