Búnaðarrit - 01.01.1919, Síða 109
aÓHAÍUllJIÍl'
Hrútasýningar
haustið 1918.
í töflunni, sem hjer fylgir, má sjá hvernig sýningarnar
hafa fallið í hveijum stað. Alls voru sýndir 919 hrútar,
og hlutu: I. vevðlaun 45, II, verðlaun 201, III. verðlaun
181, IV. verðlaun 119; nothæfir 238 og óhæfir 135.
Hrútum með I. verðl. hefir mjög fjölgað á þessu svæði
síðan fyrst að þessar sýningar byrjuðu (1913), einkum í
Húnavatnssýslu. Eru það einkum tvær ættir þar, sem
þessir hrútar eru út af; en það eru: ættin frá Haga og
ættin frá Gottorp. Verða þá taldir eigendur þessara hrúta:
Þrjá hrútana í Svínavatnshreppnum1) átti Páll Hann-
esson á Guðlaugsstöðum, og voru þeir allir heima-aldir;
en fjórða hrútinn þar átti Jón Pálmason á Ytri-Löngu-
mýri. Sá hrútur líka heima-alinn. Þórarinn á Hjalta-
bakka átti annan hrútinn í Torfalækjarhreppnum, og er
hann sonur gamla hrútsins í Gottorp; Jón bóndi á Húns-
stöðum átti hinn hrútinn, og er hann heima-alinn.
Magnús Jónsson á Sveinsstöðum átti þrjá hrútana í
Sveinsstaðahreppi, einn þeirra (Goði) er sonur gamla
hrútsins í Gottorp, en hinir tveir synir Goða. Jón Jónas-
son i Haga átti einn, heima-alinn. Jón bóndi á Öxl átti
einn, sonarson gamla hrútsins í Gottorp. Sjera Bjarni í
Steinnesi átti einn hrútinn, og var hann heima-alinn.
7*
1) Sjá töfluna.