Búnaðarrit - 01.01.1919, Page 114
104
BÚNAÐARRIT
til grasbýla hafl gert gagn. Þau hafa orðið til þess, að
hefta útflutning fólks og festa það í sveitinni, og búa
mörgum heimiíi, er áður var á lausum kili. Með stofn-
un þessara býla, heflr márgur bletturinn ræktast, er
áður var í órækt. — En gallar þykja þó vera á fyrir-
komulaginu, og þeii ekki óverulegir. Hafa þeir einkutn
komið í Ijós á undanförnum ófriðarárum, og ágerst eftir
því sem fram í sótti.
Kvartað var snemma undan þvi, að ýmsir jarðeigend-
ur og „spekúlantar" seldu þessum grasbýlismönnum iönd
hærra verði en góðu hófl gegndi, eða jafnvel með okur-
verði. Einnig brölluðu ýmsir jarða-„spekúlantar“ það, að
kaupa lönd og jarðir af bændum, tii þess að selja aftur
grasbýlis-stofnendum, með hækkuðu verði. Og þannig
heflr oltið á ýmsu með kaupin á þessum grasbýlislöndum.
Hins vegar heflr átt sjer stað, þar sem eftirspurnin
eftir landi til grasbýlis-búskapar var minni, að stórbænd-
urnir hlypu í kapp hvor við annan, að bjóða jarðir sín-
ar eða sneiðir af þeim til kaups, og þá oft með lágu
verði. Þeir sem náðu í kaupanda gerðu svo samning við
hann um kaupin, og komu svo ár sinni fyrir borð, að
það sem þeir seldu af jörðinni, var ekki „hjaitað úr
skákinni", heldur oft það lakasta.
Það sem hjer vantaði, var strangt og rækilegt eftirlit
— af hálfu þess opinbera — með jarðakaupum grasbýlis-
mannanna. Siðasta útgáfa af lögunum bætir úr þessu.
Þar er gert ráð fyrir sjerstakri þriggja manna nefnd 1
hverju amti, er stjórnin skipar, og skal hún hafa eftirlit
með framkvæmd laganna, Qg vera grasbýlismönnunum
til aðstoðar með ráðum og dað.
En auk þeirra galla, sem þegar voru nefndir, hefir
síðustu árin borið á öðru, sem ekki er betra, og það er
„brask“ og „spekúlationei" með þessi grasbýli, sem
stofnuð lrafa verið með lánum úr líkissjóði.
Undanfarin 2— 3 ár. heflr borið.mikið á jarðabraski —
kaupum og sölu á jörðum — á Norðurlöndum, einkum í