Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1917, Page 35

Búnaðarrit - 01.06.1917, Page 35
BÚNAÐARBJT 193 50 lítrum af vatni. Þegar vökvarnir eru fullgerðir, er kalkblöndunni helt yflr í blásteinsvökvann gegnum síu, svo óhreinindi úr kalkinu fari ekki með. Er nú vökvinn albúinn; þó er rétt að athuga það nánar; má gera það með því að bregða hnífsblaði niður i hann; verði það rautt, þarf að bæta við meiri kalkblöndu. Undir blásteins- vökvann á að nota tréílát. Helzt á að dreifa vökvanum á trén á meðan hann er alveg nýr. Til þess á að hafa sérstakan dreifara, svo vökvinn leggist sem úði á trén, en þeir dreifarar eru nokkuð dýrir. Bjargast má við vatnsbyssu (blomster-spröjte). Vökvinn loðir betur við, ef lítið eitt af sápu er látið saman við hann. Þegar vökvinn þornar á trjánum, myndast á þeim bláleit skán. Vökvinn drepur sveppþræðina, sem eru utar- lega í berkinum. Þessi bláleita húð óprýðir trén; þess vegna skyldi dreifingin gerð með umhugsun og aðgæzlu. Eftir nokkurn tíma fara sprungur að koma í húðina, og dettur hún síðan smátt og smátt af. Eins og þegar er getið, er blandan höfð daufari á laufguð tré: 2 kg. af hvoru um sig, blásteininum og brenda kalkinu, en jafnmikið af vatninu eins og áður er nefnt. Allmikið hefir verið að því gert í gróðrarstöðinni, að rækta fjölærar blómjurtir, bæði innlendar og útlendar. Keit, 425m2 að stærð, höfum við Helgi doktor Jónsson safnað í allmörgum íslenzkum plöntum, blómjurtum og grösum. Hefir fræi verið safnað af ýmsum þeirra og sáð aftur. Af grasategundunum hefir gengið bezt að safna fræi af klásveifgrasi. I þessum garði hafa verið ræktaðar um 30 tegundir af skrúðplöntum, ýmist í steinhæð eða á blómbeðum, lögðum bryddingum úr lindadxamrt og gleym mér ei. Þrilita fjölan norðlenzka dafnar þar ljómandi vel, ber fræ á hverju sumri og sáir sér sjálf. Eyrarrósin kann ágætlega við sig, þótt jarðvegurinn sé mestmegnis mold. 13

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.