Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1917, Page 41

Búnaðarrit - 01.06.1917, Page 41
BÚNAÐARRIT 199 grös, blómgast snemma og hættir við að tréna. Það þarf því að slá það snemma, og slá það tvisvar eða þrisvar á sumri. Þá eta skepnur það vel, en láta auðvitað illa við því trénuðu. H'ófrum, byggi og flœkju heflr verið sáð í nær því •dagsláttu blett siðustu árin, og slegið um miðjan septem- ber. Fræmyndunin í bygginu heflr þá verið byrjuð, og stundum líka í höfrunum, en kjarninn svo lítill og ó- þroskaður, að ekki hefir verið tiltök að ná neinu fræi til gagns, og grasið þess vegna haft grænt til fóðurs, ■eins og nú er farið að tiðka allvíða. Flækjan hefir verið með blómum, þegar hún heflr verið slegin. Á góðum stað í görðum nær 6 raða bygg nokkrum þroska, svo að fá má af því lífvænlegt korn. Hafrarnir eru nokkuð seinni á sér en byggið. Túrnips hefir talsvert verið ræktað til fóðurs, eins og undanfarin ár. Gengur fóðurrófnaræktin vel, ef ekki er skortur á áburði. Mæli eg helzt með þessum afbrigðum: Whiie globe, blánœpu, grey stone, Öster Sundom og bortfélzhum rófum. Það verður lítill munur gerður á íjórum þeim íyrst nefndu; bortfelzku rófurnar verða t.æp- lega eins stórar, en þær geymast betur. Áburðartilraunum er haldið áfram í gróðrarstöðinni, aðallega þó með tilbúinn áburð. Reynist hann ágætlega, einkanlega ef hann er borinn á samhliða búpenings- áburði, hvor þeirra til helminga. Af tilbúnu áburðar- tegundunum þremur er minst þörf fyrir kalíáburð hér í gróðrarstöðinni; hinar tvær áburðartegundirnar eru ómiss- andi, ef ekki er gnægð búpeningsáburðar. Síðastliðið sumar var reyndur tilbúinn áburður inn- lendur á graslendi, síldarmjöl og fiskmjöl, og gafst mjög vel. Hjá bændum út um land eru gerðar tilraunir með búpeningsáburð. Verður síðar nánara skýrt frá árangri allra þessara áburðartilrauna.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.