Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.06.1917, Page 71

Búnaðarrit - 01.06.1917, Page 71
BÚNAÐARRIT 229 Á Austfjörðum voiu stöðugir norðanstormar og frost flesta daga til 18. maí. Jarðlaust til þess tima inn til dala og út á Héraði, og komust þar margir í heyþrot. Frá 18. maí til 4. júní var hiýindakafii, en þann 5. júní gekk í norðanstorm með grimdarfrosti, er hélzc í nokkra daga. Sumarið. Yotviðrasamt á Suðurlandi og Vesturlandi. Á Suðurlandi byrjaði sláttur um og litlu fyrir miðjan júlí; gekk þá til suðuráttar, og stóðu stöðugir óþurkar í 6 vikna tíma. Skemdust þá töður alment á Suðurlandi og í Borgarfjarðarhéraði. Að ioknum þe^sum óþurkakafla var hagstæð tíð til siáttuloka. Grasspretta var heldur góð þegar áleið sumarið, en seinsprottið vegna þurkanna um vorið. í uppsveitum Borgarfjarðar féll nokkur snjór 16. sept. Varð þá slæmur bylur víða á fjöllum, en þó eigi svo, að fénað fenti. Snjóinn tók fljótt upp aftur. Á Snæfellsnesi urðu rigningarnar afskaplegar. Mátti heita að rigndi dag og nótt í fullar 5 vikur. Að eins 3 vikur af sumrinu var þar góð heyskapartíð, frá því í 18. viku sumars þar til í 21. viku. Að þeim liðnum rosar og óþurkar. í Dalasýslu voru hitar og þurkar framan af júlí; skifti þá um til óþurka á sama tíma og suður undan, en gras fór þá fyrst að spretta. Allgóðir þerrar eftir 10. ágúst og hagstæð heyskapartíð. Á Vestfjörðum urðu rigningarnar líkar því, sem þær urðu á Snæfellsnesi. Seinni hluta ágústmánaðar brá til þerra, og hélzt góð tíð út heyskapartímann. Á Norðurlandi fór tíðin að hlýna um miðjan júlí, um leið og rigningarnar byrjuðu fyrir sunnan og vestan; eftir það mátti segja að hver dagurinn væri öðrum betri og blíðari til októberloka. Á Austfjörðum var inndæl tíð allt sumarið, staðviðri, hlýviðri og þurkar, svo heyskapartíðin var hin ákjósan-

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.