Hlín - 01.01.1917, Blaðsíða 7
Hlin
5
Málaleitun um sambandsijelagsstoínun var vel tekið og
kvatt til fundar á Akureyri 17. júní 1914. Stóð fundurinn
yfir í 5 daga og tók ýms mál til meðferðar. Fundarkon-
ur voru flestar af Akui'eyri bg úr Eyjafjarðar- og Þing-
eyjarsýslum. Fundurinn samþykti, að Sambandsfjelagið
skyldi stofnað.
Forkólfum Sambandsins (S. N. K.) fanst eðlilegast að
taka þau mál fyrst og fremst á stefnuskrá hins nýja fje-
lagsskapar, sem fjelögin hefðu liaft til meðferðar heima
fyrir, með því líkindi væru til, að þannig mætti læra tals-
vert hver af öðrum. Þetta hefur gefist vel. Fundarmálin
hafa verið þau sömu í aðalatriðúm á öllum 4 fundum
Sambandsins (Akureyri 1914, Breiðumýri 1915, Sauðár-
króki 1916 og Blönduósi 1917), með því rjett þótti að
gefa öllum sýslunum færi á að kynnast þeim rækilega,
enda munu þau jafnan verða áhugamál Sambandsins, þó
önnur verði og tekin fyrir, er stundir líða. Málin eru:
Heimilisiðnaður, garðyrkja, hjúkrunarmál, mentamál
kvenna og málgagn kvenna.
Á fundunum hafa og verið gefnar skýrslur um starf-
semi fjelaga þeirra, er fulltrúa eða fjelaga hafa átt á fund-
unúm. Hefur það verið konum hið mesta ánægjuefni að
kynnast starfsemi hver annarar, enda er það aðdáunar-
vert ,hve miklu góðu fátæk og lamenn fjelög hafa kom-
ið til leiðar.*
Þær konur, er starfað hafa að Sambandsfjelagsskapn-
um frá byrjun, hafa fengið fyrirhöfn sína margborgaða
með því hve innilegar glaðar konur hafa verið yfir að
fá tækifæri til að koma saman, talast við og frjetta af
áhugamálum hver annarar.
í Sambandinu eru nú 352 konur.
Fjelagsskapurinn er sniðinn eftir erlendum fyrirmynd-
um, en lagaður eftir íslenskum staðháttum. (Sbr. ritgjörð
* Skýrslur þessar höfuni við von um að geta birt smásaman. Æski-
legt væri að fá upplýsingar um starísemi sem flestra kvenfjelaga
á landinu, það hvetur til eftirbreytni og samkepni.