Hlín - 01.01.1917, Síða 8
é
Hlin
um samskonar starfsemi erlendis hjer í ritinu.) Eins og
hjer hagar til um strjálbygð og erfiðar samgöngur virð-
ist einn landsfjórðungur nægilega stórt fjelagssvæði, ef
fundi á að hafa einusinni á ári, en engurn dylst, að er
tímar líða, þurfi konur af öllu landinu að geta tekið hönd-
um saman og liaft fundi með sjer, þó ekki væri nema
3. hvert ár. En eðlilegast er að æfa sig og venjast funda-
höldum og fjelagsskap heima fyrir fyrst, og hafa þau
mál þar til meðferðar, ásamt öðrum, er snerta liin dag-
legu störf.
Sýslusambönd.
Þótt forgöngukonur S. N. K. vildu láta fjelagið ná yf-
ir allan Norðlendingafjórðung, eða 4 sýslur og Akureyri,
þá var þeim Ijóst, að tiltölulega fáar konur eiga hægt
með, vegna heimilisanna, að sækja fundina, og að æski-
legt væri því, að sambönd mynduðust með kvenfjelög-
unum í hverri sýslu, og störfuðu þau að þeim málum,
sem S. N. K. hefur á dagskrá sinni, auk sjermála sinna.
Þannig er því hagað í Suður-Þingeyjarsýslu, þar sem
fjelög 7—8 hreppa hafa myndað samband, er hefur einn
fulltrúafund á ári til skiftis í hreppunum.
Kvenfjelög hafa hingað til verið svo fá í hinum öðr-
um sýslum í Norðlendingafjórðungi, að um sambönd hef-
ur ekki verið að ræða; en þegar ljelögin fjölga, sem þau
gjöra nú óðum, myndast skjótt sýslusambönd.
Gjöra má ráð fyrir, að konur í hinum landsfjórðung-
unum komi og á hjá sjer einhvernveginn löguðum sam-
vinnufjelagsskap, og er þá ekki nema örstutt spor í lands-
sambandið.
Málgagn kvenna.
Á þrem síðustu fundum S. N. K. hefur þetta mál verið
tekið til umræðu og samþyktar ti 11ögur, er allar lutu að