Hlín - 01.01.1917, Qupperneq 17
B e i n u g j ö 1 d i n eru 20 kr. árlega í landssambands-
sjóðinn, og kostnaður sá, er leiðir af þátttöku tveggja
fulltrúa í aðalfundum þriðja hvert ár.
Landssambandið hefur hið sama starf með höndum og
fulltrúaráðiðj aðeins í stærri stíl. Það er allstaðar á verði
fyrir bættum hag kvenna, og hefur glögt yfit'lit yfir alla
fjelagsstarfsemi í landinu, enda starfa þar og bestu kraft-
ar kvenþjóðarinnar. Þegar fjelagið snýr sjer til stjórnar
og löggjafa með tillögur sínar og kröfur, þá er því
gaumur gefinn, ekki einungis af því, að þúsundir kvenna
standa á bak við, heldur líka af því, að málin eru rækilega
hugsuð, rökstudd og að öllu leyti vel undirbúin, er þau
koma löggjöfum í hendur.
Fjölmörg eru líka þau mál, stór og smá, sem fram-
gang hafa fengið fyrir milligöngu landsfjelaganna; hefur
þó víða verið við ramman reip að draga, þar sem er
hræðsla karlmanna við samkepni kvenna. Þekkjunr við
íslenskar konur lítið til þessara örðugleika.
Markmið. Fulltrúaráð, landsfjelög og alheimssamband
hafa öll sama markmið, felst það í fáum orðnm og lætur
lítið yfir sjer. „Fjelagið vill efla samband og samvinnu
kvenna.“ Það er alt.
Aðalfundnr ogstjórn. Hvert fulltrúaráð sendir 2 konur
á aðalfundi landssambandsins, sem haldnir eru þriðja
hvert ár í hinum stærri bæjum til skiftis.
Fulltrúar Jressir og sjö kvenna stjórn, sem kosin er á
fundinum, Iiefur fjelagsmál öll með höndum milli funda.
Stjórna þær allar, í víðari merkingu, fjelagsskapnum, og
hafa hlotið nafnið landsráð fnationalraad). Þessar konur
einar hafa atkvæðisrjett á aðalfundum, en fjelagskonur
allar mega hlýða á umræður.
Utanjjelagskonur geta orðið meðlimir landsfjelags-
ins með Jrví að greiða 20 kr. í árstillag, en atkvæði hafa
J>ær ekki á aðalfundum, nema J>ær, 20 talsins minst,
myndi fulltrúaráð, þá kjósa þær tvo fulltrúa til aðal-
furidar, eins og önnur fjelcig, og hafa atkvæði á sama hátt.