Hlín - 01.01.1917, Page 24
22
H lín
Handavinnunámsskeið haldið á Húsavik veturinn
1916-17.
Námsskeiðið, stóð yfir í 3 vikur og sóttu það 17 nem-
endur. Námsgreinar: veínaður, útskurður, bastvinna, lín-
stífing, spuni og prjón. Nemendur tóku ekki jafnan
þátt í námsgreinunum, sumir lærðu aðeins eitt. Kostn-
aðinum var jafnað niður og varð hann 6 krónur á mann.
Nemendur lögðu sjer til verkefni sjálfir. ^
Úr fundargerð sambandskvenfjelags S. Þingeyinga.
Formaður, Hólmfríður á Gautlöndum, gaf skýrslu um
kenslu þá í héimilisiðnaði faðallega velnaði), er fjelagið
hafði stofnað til síðastliðinn vetur. Kenslan stóð yfir 1 \/<>
mánuð og fór l'ram í 3 kvenfjelagsdeiklum.
Kaup var goldið 100 kr. á mán. Greitt úr fjelagssjóði.
Formaður gat þess, að hún helði til styrktar þessari
kenslu sótt um 100 kr..frá Heimilisiðnaðarfjelagi Islands
og hefði sá styrkur verið veittur.
Þar næst beindi hún þeirri spurningu til fundarkvenna,
hvort áhugi mundi vera fyrir samskonar kenslu næsta
vetur. Málið var talsvert rætt, og kom í ljós áhugi fyrir
því að fá kenslunni haldið áfram. Síðan var borin upp
og samþykt svohljóðandi tillaga: „Fundurinn álítur
heppilegt, að kvenfjelagið styrki handavinnukenslu í
sýslunni næsta vetur.“
Stjórninni falin framkvæmd í málinu, svo framarlega
dýrtíð banni ékki. Skorað á deildirnar að senda umsókn-
ir til stjórnarinnar snemma vetrar.
Handavinnunámsskeið kvenna á Akureyri.
Handavinna hefir verið skyldunámsgrein við barna-
skóla Akureyrar síðan fræðslulögin öðluðust gildi 1908.
Börnunum hefir verið nám þetta mjög kært og þau hafa
lagt mikla alúð við það. Er litlu stúlkurnar höfðu í skól-
anum lært nokkuð að sauma, prjóna, hekla, gera við föt