Hlín - 01.01.1917, Side 34
32
Hlin
vermireitinn. Áður er búið að leggja liann og sá í hann
plöntufræjunum, sem eiga að verða okkur til gagns og
gleði á sumrinu. Þeir al nemendunum, sem komnir voru
til Akureyrar, þegar vermireiturinn var lagður og sáð í
hann, höfðu hjálpað til þess, en hinir urðu að láta sjer
nægja lýsinguna eina, og munu þá margir hafa fundið
sannleikann í gamla málshættinum: „Sjón er sögu rík-
ari.“ Þarna við vermireitinn er liðinu skift. Sumir fara
með framkvæmdarstjóranum, Sigurði Baldvinssyni, sem
ræður yfir kartöflu- og rófugörðum og grasrækt allri
og kennir það, sem þar að lýtur, en flestir verða þó
eftir hjá aðalkennaranum, Guðrúnu Björnsdóttur, sem
stjórnar vinnu og kennir um allan annan gróður í stöð-
inni. Kenslan fer mestöll fram úti, samhliða vinnunni,
sent varir 9 tírna á dag. F.n auk Jress var einn kenslutími
inni, eftir morgunverð. Hann var ætíð byrjaður með því
að syngja lag. í þeim tímum var kent: fyrst aðalatriði
almennarar grasafræði og lítils liáttar í jarðfræði, þá
voru nemendur látnir skýra frá því, sem þeir áttu að
hafa lært úti við, og jrað altaf riljað upp við og \ið.
Fyrirlestrar voru lialdnir um Jrað, sem ekki var hægt
að kenna verklega, og loks voru nemendur látnir skrifa
upp eftir fyrirlestri um meðferð á helstu trjám og nytja-
jurtúm, sem fengin er vissa fyrir, að geta Jrrilist hjer á
landi.
Með þannig löguðu fyrirkomulagi stóð námsskeiðið í
(i vikur. Þá l'óru allir, nema við 4 stúlkur, sem ætluðum
að renna skeiðið alt sumarið, en það liafði enginn áður
gert. Þegar Jressar 6 vikur voru á enda, var vorverkum
að méstu lokið, þá var búið að búa plönturnar undir
sumarið: koma Jreim í Jrann reit, sem þær áttu að þrosk-
ast í, bera að þeim áburð og iosa jarðveginn kringum
þær o. fl. Það, sem fyrir okkur lá (ein varð veik og
mátti til að hætta), var Jrví að mestu leyti fólgið í Jrví að
fylgja þroska þeirra áfram, vökva Jrær, sjá um að ekkert
illgresi kveldi þær og lilúa að þeim á allan hátt, og svo