Hlín - 01.01.1917, Qupperneq 35
Hlin
83
síðast en ekki síst að sjá þær bera ávöxt og njóta upp-
skerugleðinnar.
Á sumarnámsskeiði í „Gróðrarstöðinni við Akureyri"
getur sá mikið lært, sem vill. Báðir kennararnir liafa kynt
sjer starfið, og þó einkum Guðrún, því hún hefur nú um
mörg undanfarin sumur eingöngu fengist við garðyrkju,
fyrst erlendis og svo hjer, og hefur því öðlast ögn af
hinni dýrmætu reynslu, senr gerir mennina svo vitra; hún
hefur brennandi áliuga á starfinu og ann Gróðrarstöðinni
Hklega rneira en nokkur ræktunarfjelagsmaðurinn. Og
sá sem dvalið hefur sumarlangt í Gróðrarstöðinni, andað
að sjer blómailminum og horft á fjölbreytni gróðursins,
hann fær löngun til að gróðursetja eitthvað í kringum
heimilið sitt; löngunin vekur áhugann og áhuginn vilj-
ann, en viljinn dregur hálft hlass, eins og ailir vita. En
áhuginn vekur líka meira en viljann, hann vekur líka
trúria á landið og trúna á sjálfan sig, hann vekur þá trú, að
við getum miklu nteira en við gerum, og að landið okkar
sje miklu betra en við höl'um áður haldið. — Bændur og
sveitakonur! Sendið þið börnin ykkar á sumarnámsskeið í
Gróðrarstöðinni, og þau munu gróðursetja eitthvað í
kringum heimilið, þegar þau koma aftur. Og sá gróður
mun varðveita ykkur frá að missa þau frá ykkur í sjó-
þorpin, svo þið megið, ef til vill, hætta búskap þess vegna.
Því jrá plöntu, sem við höfum sjálf gróðursett, elskum
við meira en allar aðrar plöntur, þó Jrær sjeu miklu
fallegri, og J)á plöntu eigum við svo bágt með að yfir-
gefa. Við erum svo hrædd um, að enginn hugsi eins vel
um hana og við sjálf.
Þeir tímar munu köma, að íslendingum ]:>ykir skönnn
að því, að kaupa útlendar kartöflur. Þeir eiga sjálfir að
rækta allar sinar kartöflur, Jrað geta Jreir líka — og meira
til.
Gestkvæmt var oft í Gróðrarstöðinni, því öllum er levfi-
legt að ganga um hana, og margur hefur lifað ]>ar ánægju-
s