Hlín - 01.01.1917, Page 40

Hlín - 01.01.1917, Page 40
38 Hlin fúslega boðist til að kenna hjúkrun í 3 mánuði ókeypis þeim stúlkum, er ætla að starfa fyrir hjúkrunarfjelög. Það væri vandalaust að afla sjer hrósandi ummæla unt hjúkrunarstarfsemina í sveitunum, þó hún sje ekki gönr- ul, en jeg læt mjer nægja að taka hjer upp frásögn konu þeirrar, er hóf umræður í hjúkrunarmálinu á Blönduós- fundinum í sumar. Hún segir svo frá: „Hjúkrunarkona, ‘sem fjelagið hefur ráðið fyrir einu misseri, lrefur þegar gert það að verkum, að hjeraðslækn- irinn áræddi að gera hættulegan skurð á sjúkling í héirna- lrúsum, sem hún síðan hjúkraði, þar eð læknir var búsett- ur langt frá. Læknirinn telur sig ekki hefði getað, síst með svo hajrpasælum árangri, framkvæmt skurðlækning þessa, er bjargaði lífi sjúklingsins, ef Jijúkrunarkonan liefði ekki verið.“ Það er enginn vafi á því, að hjúkrunaríjelagsskapurinn á framtíð fyrir sjer hjer á Norðurlandi. í fjelögum þeim, sem að lionum standa nú, munu vera 6—800 fjelagar, og víða eru fjelög að myndast. Ekki mun líða á löngu, áður fjelög þessi, er liafa eina og sömu lnigsjón, æskja samvinnu, og er þá kominn góður rekspölur á málið, því sú mun verða reyndin á, að fjelögin livetja hvert annað og læra livert af öðru, er þau kynnast. Nóg eru verkefnin lyrir ljelögin að taka höndum sam- an um, auk innanhjeraðsnrála sinna. Baráttan gegn berklunum verður þar eflaust efst á baugi. Sá er vágesturinn mestur, er lterjar landsfjórðung vorn, þar þarf stefnufast starf, þar þarf áliuga og Jrol, ef sigur skal vinna. Blessun fjölmargra sjúkra og lrraustra mun fylgja Jrví starfi, og í Jrví er góður styrkur. Fjelagskona.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.