Hlín - 01.01.1917, Qupperneq 45
um bönclum. Mjer er ekki kunnugt um á hve háu stigi
misbrúkun lrelgidaganna er, en jeg fullyrði, að hún sje
meiri en svo, að til góðs horfi. Ekki er mitt að dæma
þetta, eða kasta þungum steini á þá, sem þannig breyta.
Hjer getur oft átt besta og vandaðasta fólk hlut að máli.
í breytni mannanna verður það þyngst á metunum af
hverju þetta og liitt er gert, og stundum geta hinir liátt-
prúðu gengið á undan til breytinga, er miður sýnast
fara. Tilefnið er máske í fyrstu einhver knýjandi ástæða,
sem aðrir ekki geta áttað sig á eða skilið rjett; en van-
inn er svo undur fljótur að taka föstum tökum á því, er
hann nær til, og iielga sjer það.
Nú vil jeg spyrja, getur ekki einmitt lielgidagahaldið,
ásamt svo morgu öðru, Iiaft áhrif á uppeldi æskulýðs-
ins, og eru ekki góð uppeldisskilyrði hin mesta nauð-
syn fyrir þjóðfjelagsheildina? í „Hlín“ ættu sem flestar
raddir að láta til sín heyra um þetta mál, eins og um
alt það, er til umbóta horfir, til að festa og tryggja góða
heimilisskipun.
M. Simonardóttir, Brimnesi.
Algengustu næmar sóttir.
Af nænnnn sóttum kannast alþýða best við taugaveiki,
barnaveiki, mislinga og skarlatsótt. Við þessum sjúkdóm-
um eru venjulega settar strangar varnir samkvæmt lög-
um. Þá eru heimili einangruð eða sjúklingar l'luttir á
sjúkrahús til að forða aðra við sýkingu. Og yfir höfuð
er svo mikið ónæði að þessum sjúkdómum, þegar þeir
koma upp á heimilum, að þeir eru illræmdir orðnir og
þykja engir aufúsugestir.