Hlín - 01.01.1917, Page 54
52
Hlin
land, nema lagið við þjóðsönginn enska, sem er hið sarna
og við „Eldgamla ísafold".
Jeg dvaldi svo nm tíma í Edinborg og skoðaði stað-
inn og fólkið. Margt sá jeg auðvitað nýstárlegt og ólíkt
því sem hjer er lieima og óþekt, en mjer fanst jeg venj-
ast öllu furðu fljótt, og undir eins verá orðin heima hjá
mjer, og ekkert finnast merkilegt eða mikilfenglegt það
sem fyrir augun bar. Tvent var það þó, sem jeg altaf
dáðist að fram á síðasta daginn, sem jeg dvaldi í landinu
og það var: Lipurðin í afgreiðslu í öllu viðskiftalífinu
og — jurtagróðurinn. Jeg man t ,d. einu sinni, að jeg
var stödd niður við skipakvíar og sá fermt kolaskip.
Mjer varð ósjálfrátt að l)era Jiað saman við afgreiðslu
skipanna hjerna heima, eða við Jrað, að stúlkurnar á Isa-
firði og í Reykjavík voru til skamms tíma, og eru máske
enn, látnar bera kolin úr skipunum í pokum á bakinu.
Þarna kom heil lest af kolavögnum á járnbraut og nam
staðar, þegar fyrsti vagninn var kominn fram í nokkurs-
konar lyftivjel. Þá var sá vagn losaður frá, vjelin lyfti
honum fram yfir opið á lestinni og steypti þar úr hon-
um ,fór svo í samt lag aftur, tómi vagninn rann úr henni
út á járnbraut hinum megin, næsti vagn kom inn og
svo koll af kolli uns allir vagnarnir voru tæmdir. Og
þarna heyrðust engin óp, óliljóð eða gauragangur, og
þó stjórnuðu þessu auðvitað margir menn, sem allir
urðu að vera samtaka. Jeg minnist þess að hafa verið
viðstödd, J)ar sem reka átti 30 lömb út í kvísl, J)ar börðu
menn sig utan og hóuðu og hljóðuðu og stóðu svo
gleitt, að lömbin runnu út á rnilli fóta þeirra, jafnóðum
og þau voru rekin að. Hver sem hefði sjeð þetta tvent
í einu og dæmt eftir fyrirhöfninni, sem virtist vera fyrir
hvoru um sig, hefði hlotið að álíta mun erfiðara verk að
reka lömbin í kvíslina en ferma kolaskipið.
Jeg segi ekki frá Jsessu, af því að nrjer detti í hug að
halda því fram, að fje lijer sje ætíð rekið með þessum
ósköpum, heldur af því mjer flaug þetta í hug, þegar