Hlín - 01.01.1917, Side 60

Hlín - 01.01.1917, Side 60
58 Hlin sitja á. Þar fáum við okkur blóm til að skreyta okkur með, og þegar við höfum skoðað þar alt eftir vild, höld- um við áfram í kringum luisið til vinstri. Þeim megin við blómagarðinn er ribsrunnasvæðið, þá taka við epla- trjen og loks erum við komin að bakhlið hússins og þar er víðáttan mest. Næst lnisinu eru eldgömul stór trje, en á bak við þau og alveg út að girðingu er stórt grasi vaxið svæði. Til og frá um það eru netgirðingar og smáliús fyrir alifuglana, því þar eru bæði hæns, end- ur, fasanar og fleiri alifuglar. Þá komum við að gróður- húsinu. Gróðurhús eru nokkurskonar vermireitir fyrir ungar plöntur og að nokkru leyti suðrænn aldingarður í snrærri eða stærri stíl eftir efnum fólks. Gróðurhúsin eru úr gleri þar sem veit að sólu og hituð að neðan á ýms- an liátt. Nýtísku gróðurhús eru lrituð með rafmagni alt um kring. Stiður frá gróðurhúsinu voru á stóru svæði ræktuð ber: jarðarber, stykkilsber og hindber, og þá tóku við ýms trje suður að hliðinu sem við komum inn um. Rjett við gróðurhúsið var annað lítið hús, einlyft, með dyrum fyrir rniðju og tveimur herbergjum: eldhúsi, sem jafnframt var stofa, og svefnherbergi. í svipuðum s'tíl eru flest verkamannahús utan borgarinnar bygð. En sjaldan eða aldrei vantar blórn fyrir utan þau, víða eru líka trje og sumstaðar berjarunnar, eins og t. d. við þetta hús, sem jeg nefndi. Þar bjuggu hj<5n, sem áttu 4 upþkomin börn. Synirnir voru allir námumenn og voru heima að- eins um helgar, og dóttirin var vinnukona í einhverju húsinu þar skamt frá. En gömlu hjónin hirtu garðinn sinn og bjuggu sig undir að eiga glaðan sunnudaginn með börnum sínum, sem oft komu með einhverja kunn- ingja með sjer, enda rnátti oft heyra heim til okkar, að glatt var á hjalla í litla húsinu. Áður hafði þetta hús til- lieyrt heimilinu, sem jeg var á, og þar hafði þá búið garðyrkjumaður, sem hirti garðinn, því það er altítt, þar sem garðyrkjumaður er haldinn, að hann heftir til íbúð- ar lítið hús í einhverjum útjaðri garðsins og lifir þar

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.