Hlín - 01.01.1917, Side 64

Hlín - 01.01.1917, Side 64
02 Hlin eru í'remur matmenn og sjerstaklgea kjötætur miklar, einkum borða jreir svína- og nautakjöt. Ivjötát þykir þar svo sjálfsagt, að clæmi eru til, að fólk liefur gengið úr vistum af því, að jrað fjekk kjöt sjaldnar en einu sinni á dag. Verkafólk alt og jreir aðrir, sem gegna tímabundnum störfum, fara til vinnu með fastandi maga. Morgunkaffi þekkist ekki. En morgunverður er snemma kl. 8—9. Það er undantekningarlítið heitur hafragrautur með sykri út á og mjólk, en hún er af skornum skamti. Já, steikt svínakjöt og steikt egg með, ef menn hafa efni á Jrví, hveitibrauð og te, eins mikið og nienn geta drukk- ið. Næsta máltíð er miðdegisverður kl. 1. I>að er oftast nær einhver kjötrjettur og spónamatur á eftir. Mjög al- gengur spónamatur er þykkur, sætur hrísgrjóna- eða sagógrjónamjólkurgrautur, bakaður inni í ol'ni og borðað- ur svo með mjólk eða saft út á, og stundum líka soðn- tnn ávöxtum. Svo kemur te kl. 5, og með Jrví er borið smjör, ostur og sultutau, og stundum Jrað sent við mund- ttm kalla ýmiskonar kaffibrauð. Kvöldmatur er svo kl. 8, og er það oft ekki annað en kakó og brauð. Efnaðra fólk, og það sem hefur full ráð ylir tíma sín- um, borðar vanalega miðdegisverð ekki fyrr en kl. 6—7 á kvöldin og hefur þá oftast 3 heita rjetti. Áður en gengið er til borðs, hafa konur oft búningaskifti, fara í svokall- aðan kvöldbúning, sem oft er dökkur. Morgunverð hefur það kl. 9 og te kl. 5, en svo borðar það hádegisverð. Það er of tast einn lveitur rjettur, auk annars matar og oft kaffi á eftir, ætíð búið til á sama hátt og te. Skotar eru sjerstaklega kirkjuræknir. Á sunnudaga var oftast messað þrisvar, og auk ])ess oft kvöldmessur á rúm- helgum dögum. Sama fólkið var oft við allar þessar messur, og las svo í biblíunni heima hjá sjer J>ess á milli. Engin leikhús af neinni tegund voru opin á helg- um dögum og veitingahús mjög fá. Og þó heyrði jeg fólk kvarta mjög um, að sunnudagurinn væri að verða

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.