Hlín - 01.01.1917, Blaðsíða 70
68
Hlin
Styrkur til Ingibjargar Guðbrandsdóttur leikfimiskenn-
ara, til að veita ókeypis tilsögn, munnlega og verklega,
utanbæjarstúlkum, svo að þær verði færar um að kenna
leikfimi, 450 kr. á ári.
Til heimilisiðnaðarfjelaga 1500 kr. Styrkur þessi skift-
ist þannig, að Heimilisiðnaðarfjelag íslands fái 1000 kr.
og Heimilisiðnaðarfjelag Norðurlands 500 kr. hvort árið.
Til Láru Sigurðardóttur frá Patreksfirði, styrkur til
hjúkrunarnáms erlendis, fyrra árið 400 kr.
Til Ingunnar Magnúsdóttur, til að Ijúka námi sem
skjalaþýðari, 600 kr. fyrra árið.
Til Elínar Eggertsdóttur Briem, til viðurkenningar,
1000 kr. fyrra árið.
Til Torfhildar Þ. Holm, styrktarfje til ritstarfa, 600 kr.
á ári.
Til Thoru Melsteð 600 kr. á ári.
Heimili fyrir aðkomustúlkur í Reykjavík.
Eins og kunnugt er, sækir fjöldi af ungum stúlkum
árlega til Reykjavíkur, sjer til gagns og gamans, enda er
það eðlilegt og sjálfsagt, þvi hún er miðstöð menningar
og menta landsins.
Margar eiga stúlkur þessar einhverja að, sem taka á
móti þeim og sjá þeim fyrir góðum samastað, en sum-
ar eiga engan að og lenda því í misjöfnum stöðum og
verða fyrir miður heppilegum áhrifum. Arðurinn af veru
þeirra verður þar af leiðandi ljelegri en við mætti búast,
því tíminn og peningarnir notast ekki sem skyldi.
Þetta er illa farið og skaði fyrir þjóðina í lieild.
Reykjavík vanliagar mjög um gott heimili fyrir aðkomu-
stúlkur, sem ljeti sjer að öllu leyti ant um hag þeirra,