Hlín - 01.01.1917, Page 75

Hlín - 01.01.1917, Page 75
Híin 73 5. Mentamál kvenna. 6. Fræðslulögin. — Framhaldsmentun unglinga. 7. Heimili fyrir aðkomustúlkur í Reykjavík. Mál þessi væntum vjer að verði rædd j sambandsdeild- unum í vetur og ályktanir teknar um þau, er leggist fyrir sambandsfund, hvort sem fulltrúar mæta fyrir fjelags- deildina eða ekki. Ennfremur tekur fundurinn til umræðu þau mál, er sambandsdeildir eða einstakir fjelagar rnælast til að tek- in sjeu á dagskrá fundarins, einungis að þau sjeu kom- in stjóminni í hendur, áður en auglýsing um fundinn þarl' að koma út samkvæmt lögunum. í stjárn Sambandsfjelgs norðlenskia kvenna. Halldóra Bjarnadóttir, Akureyri. Hólmjríður Pjelursdóttir, Gautlöndum. Margrjel Símonardóltir, Brimnesi. Eyjan. Fjairi öllum bygðum löndum liggur eyja ein umflot- in al' veraldarhafinu, fögur og frjósöm. Mannabygð er á lienni; en af því að eyjarmenn kunna ekki til siglinga, þá geta þeir engin mök átt við aðrar skapaðar verui', og aldrei stígið fæti sínuni út fyrir eyjuna. Aldrei sjest held- ur nokkurt skip undir seglum nálægt hennar afskektu ströndum; nema tvær ókennilegar og undarlegar ferjur hafa frá alda öðli stöðugt og jafnt, en hvor í sínu lagi, lent við þær. Önnur ferjan siglir með alla vega litum seglum, og leggur austanvert að eyjunni; en hin hefur svört segl, og leggur að henni vestanverðii. Úr fyrri ferjunni kemur æfinlega í land unglegur mað-

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.